Sameiningin - 01.11.1887, Síða 1
Mánað'arrit tii stuðnings lcirkju og kristindómi íslendinga,
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi.
RITSTJÓRI JÓN BJARNASON.
2. árg. WINNIPEG, NÓYEMBER 1887. Nr 9.
Ritlingr einn, nýlega út kominn í Kaupmannahöfn, og
út gefinn af „nokkrum Islendingum", um „launalög og
launaviðbœtr'”, hefir borizt oss í hendr, sem vér getum
ekki leitt hjá oss að benda á, þó að hann, eins og fyrirsögn
hans ber með sér, sé beinlínis hvorki kirkjulegs né kristindóms-
legs efnis. Vér bendum á hann af því hann flytr þjóð vorri
svo átakanlega hugvekju um það, á hverju stigi hin opinbera
réttlætistilfinning stendr nú i) á íslandi, nú, þegar hallæri krepp-
ir svo mjög að alþýðu, að hungrdauði stendr fyrir dyrunum hjá
mörgum, nú, þegar landslýðrinn er að flýja þúsundum saman
hingað vestr um haf til þess að bjarga lífinu. Höfundrinn sýn-
ir með ómótmælanlegum rökum, að það er alveg öfugt hlutfall
á milli efnaástœðna landsins og þess, hvernig vissum flokki
meðal embættismannanna eða hinna opinberu starfsmanna þjóð-
arinnar er launað fyrir hina embættislegu frammistöðu þeirra.
Island er svo fámennt og svo fátœkt land, sem allir vita, og
hefir þó fleiri embættismenn tiltölulega en líklega nokkurt land
í heimi, og nokkur hluti þessara embættismanna hefir tiltölu-
lega langt um hærri laun en til svarandi embættismenn nálega
1) Ritgjörð þessi er til orðin áðr en fréttir komu hingað vestr frá aljángi
Jiví, er haldið var í sumar, sem leið, og þess er vert að geta, að þetta síðasta
þing heíir ekki verið nærri því eins fúst til að fita einstaka menn á opinberu fé
eins og mörg undan farin þing.