Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1887, Qupperneq 2

Sameiningin - 01.11.1887, Qupperneq 2
—1:30— hvar annars staðar setn leitað er. Rúmlega 23 embsettismenn í Reykjavík einni fá nærri því fjúrða partinn af öllum tekjum landsins. En svo eru þó þar fyrir utan laun til ýmsra manna í höfuðstaðnum, sem ekki eru skoðaðir sem reglulegir embætt- ismenn, fyrir opinber störf, og ekki eru heldr þar með talin eftirlaun, sem einstakir menn hafa þar. Yæri hvort tveggja þetta talið, kœmi það út, að nálega þriðjungr af árstekjum Is- lands gengr til launa handa einstökum mönnum í Reykjavík ' Höfundi ritlings þessa telst svo til, að ef embættismönnum þeim, sem nú eru og liggja á landsjóði, væri borguð hœfileg laun, þáinyndi landinu árlega sparast 30 þúsundir króna. í stað þess að verja þessu fé til almennings heilla, og þá líklega fyrst og fremst til þess að varna því, að börn þjóðarinnar verði hungrmorða, er því varið til þess að einstakir embættismenn, sumir næsta létt- vægir eða jafnvel bráðónýtir, geti lifað eins og ríki maðrinn í guðspjallinu. Væri þetta fyrirkomulag að öllu leyti verk hinn- ar konunglegu stjórnar í Danmörk, þá væri það nú sök sér. En hið sárasta er, að hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar sjálfr- ar hafa einatt með framkomu sinni á alþingi stutt að því, að svona ranglátlega og háskalega væri farið með almenningsfé. Jafnvel bœndrnir sjálfir sumir hverjir, er á þingi hafa setið, hafa verið með í því að koma upp þeiin hópi, sem nú er á Is- landi, af of-launuðum embættismönnum. Menn hljóta að spyrja í huga sínum : Er það ekki hróplegt ranglæti af þeim, sem í íeitustu og að suinu leyti hœgustu embættunum sitja á íslandi, að vera allt af að kvabba eftir meiri launum, og er það ekki raunalegt, að úrvalaliðið, sem þjóðin hefir sjálf kjörið til þess á löggjafarinnar vegi að hrinda sínum nauðsynjamálum áfram, skuli seta fenadð af sér að sinna slíku kvabbi, meðan lífsá- stœður alls þorra fólks á íslandi eru eins bágbornar eins og pæv yfir höfuð að tala eru, þó ekki sé neitt sérstakt tillit tek- ið til hallærisins íslenzka á yfir standanda ári ? Allir með opn- um aug'un hljóta að sjá, að réttlætistilfinningin stendr fjarska- lega lágt bæði hjá öllum þessum embættismönnum íslands, sem aldrei sýnast verða saddir, og eins hjá öllum hinum, sem styðja græðgi þessara einstöku manna eftir opinberu fé. Talandi vottr er þá óneitanlega liér fyrir höndum um það, að það voru eng- ar öfgar, sem „Fjallkonan" sagði síðast liðið haust, þegar hún

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.