Sameiningin - 01.11.1887, Side 4
132
unarháttr er búinn aS ná sér niSri, þar veitir mönnum ervitt
að skilja, í hverjm sannarlegt stjórnfrelsi er fólgið.
Orðugleikinn við að halda uppi félagsskap meðal þjóðtiokks
vors eftir að komið er til hinnar frjálsu Ameríku liggr að vorri ætl-
an fremr ílestu, ef ekki öllu öðru, í því, að menn eru hræddir um,
að þeir verði að einhverju leyti sviftir frelsi sínu við að ganga í
þann félagsskap, að einhverjar byrðar, sem betra væri að vera
laus við, verði bundnar þeim á herðar af þeim, sem félagskapn-
um stjórna. Hin svo kallaða íslenzka „krigan“ stendr þeim
fyrir hugskotssjónuin, og svo halda þeir sér hér í lengstu lög
fyrir utan allan íslenzkan félagsskap. Raddir hafa heyrzt frá
einstökum mönnum af vorum þjóðfiokki, sem eru andstœðir
hinni lútersku kenning kirkju vorrar, í þá átt, að orsökin til
þess, að svo margir Islendingar hér í landi héldi sér utan safn-
aða vorra, væri sú, að kirlcjutrúin fullnœgði þeiin ekki lengr,
þeir væri vaxnir upp úr sínum gamla barnalærdómi, þeir
vildi hafa írjálsari og breiðari trúarboðan, sem betr ætti
við tilfinningar og andlegar þarfir nútíðarinnar. Fengist
þessi breyting á stefnu kirkju vorrar hór, þá myndi svo að
segja hvert íslenzkt mannsbarn í landi þessu ganga í söfnuði
vora. þetta er nú að ætlan vorri ekkert annað en getgáta út
í loftið. Vér teljum alveg víst, að allr þorri þess fólks, er stendr
utan safnaðanna íslenzku hér, er í hjarta sínu eins nálægr trú-
arkenning kirkju vorrar eins og hávaðinn af þeim, sem söfn-
uðunum til heyra, og að það er því engin trúarleg ástœða, sem
heldr þessum hluta fólks vors utan kirkju vorrar, að sárfáum
einstaklingum undan skildum. Eða hefir gengið betr með
nokkurn annan félagsskap meðal Islendinga hér í landi hing-
að til heldr en hinn kirkjulega ? Hefir þó ekki gengið betr,
og jafnvel miklu betr, með hann heldr en nokkurn annan ?
Trúarsannfœring, andstœð játning og kenning kirkju vorrar,
hjá íslenzltum almenningi getr þó sannarlega ekki hafa staðið þeim
félagsskap til verklegra eða menntalegra framfara, setn víða hefir
reynt verið að koma hór á meðal Islendinga, fyrir þrifum, eða fælt
almenning frá að vera þar með. Nei, menn dreymir enn um það,
sem í alþýðumáli er kallað „kúgao“ á íslandi. Mönnuin. finnst fé-
atmálum, og hugsa sér, að jiegar J?að væri orðið, jiá myndi prívatfélagsskapr manna
fyrst magnast fyrir alvöru.