Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1887, Side 7

Sameiningin - 01.11.1887, Side 7
fyrir sjálfum oss, fyrir öllum mönnnm, sem vér þekkjum, eða réttara, sem vér elskum, hvort sem vér þekkjum þá eSa ekki, biöjum þess, aS allt hiS vanheiiaga hrökkvi undan nafnihu drott- ins úr hjörtunum og lííinu, vorum hjörtum og voru lífi, þeirra hjört- um og þeirra lífi. Eins biSjum vér fyrir sjálfum oss og öSrum mönnum, þegar vér meS orðum sálmaskáldsins mikla skorum á sölina og eldinn og ormana aS lofa drottin. Allt þetta talar, og þaS talarallt um drottin.—þaS hljómar til vor guSlegr lofsöngr úr gjörvallri náttúrunni. Heyrir þú, maSr, þann lofsöng ? Skilr þú hiS drottinlega tungumál í sköpunarverkinu ?—þó aS allir mann- legir munnar þegði, þá myndi öll náttúran samt tala. „Ef þessir þegSi, þá myndi steinarnir hrópa“, segir Jesús (Lúk. 19, 40). Hafa ekki fjöllin og jöklarnir, brunahraunin og sandarnir á ís- landi veriS sítalandi á liðnum öldum ? Og tala þau ekki eins hátt nú eins og nokkru sinni áðr ? Talar grashafið á preríunni hér um endilanga Ameríku ekkert ? það talaði öld eftir öld áðr en hér hófst menntaðra manna byggS, og það talar enn.—Ekki ein- ungis hin skynlausu dýrin tala, heldr tala höfuðskepnurnar stein- dauSar í sannleika líka. Og þó að enginn maðr skildi mál þeirra, þá skilr hinn lifandi guð eins víst, hvað hver einstök skepna, lif- andi og dauð, segir, eins og hann heyrir og skilr hin þögulu and- vörp, sem líða upp frá brjóstum hinna mœddu mannanna barna. Eins og segir í hinum dýrðlega nýárssálmi: „Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á.“ En hvað kemr nú þetta við orðunum, sem vér byrjuðum með, þessum : „Vér erum nærri dauöa, en sjá, vér lifum samt“? Hver kemr með þessa prékikan ? Páll postuli prédikaði svona fyrir Korinþumönnum, og heilög ritning hefir flutt þessa pré- dikan hans til vor gegn um allar aldirnar, sem liðnar eru síðan liann var uppi. Óvíst er, í hve margra manna hjörtum þessi prédikan kveðr við á yfir standanda títna En hitt er víst, að það ætti að vera lifanda orð—þetta—hveivetna og ávallt meðal kristins fólks. En setjum svo, að það væri orðið að dauðum bók- staf hjá mörgum ineð kristnu nafni, setjum, að öll sIík rödd væri þögnuð í allra manna hjörtuin, þá er þó eitt víst, að nátt-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.