Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1887, Page 15

Sameiningin - 01.11.1887, Page 15
—143— þykkti kirkjuþingiS í einu hljóði spurningar þær sem form fyr- ir þessar skýrslur, er prentaðar eru í þessum árgangi „Sam.“ á bls. 89 og 90 (í Jiilí- og Ágúst-nr.inu). Á kveðið var einnig, að þessi skýrsluform (spurningarnar) skyldi prentuð verða sérstak- lega á lausum blöðum, til þess að forstöðumenn skólanna gæti þar á ritað sviir síu upp á hverja einstaka spurning, og ef til vill hafa sumir verið að bíða eftir þessum prentuðu eyðublöð- um og því hingað til engar skýrslur sent. Með prentan eyðu- blaðanna hefir nú dregizt hingað til, en eg vona, að þau geti orðið til áðr en þessi ársfjórðungr er úti, og úr því geta menn notað þau fyrir skýrslur sínar. En nú vil eg biðja alla þá, er fyrir sunnudagsskólum standa, að gjöra svo vel, að senda mér, samkvæmt spurningunum, skýrslur um skólana, sem þeir hafa meðgjörð með, fyrir hina tvo síðast liðnu ársfjórðunga þessa árs, sína skýrslu fyrir hvorn þeirra: Apríl, Maí, Júní, og: Júlí, Ágúst, September. Hinir sárfáu, sem þegar áðr hafa sent mér þessar skýrslur, þurfa auðvitað ekki að gjöra það. Og eg vil biðja menn að muna eftir því, að skýrsla þarf eins að koma við lok hvers ársfjórðungs frá hverjum söfnuði, þar sem eng- inn sunnudagsskóli hefir haldinn verið, og er þá auðvitað að eins svarað upp á 1. og 2. spurning í hinu prentaða og sam- þyklcta skýrsluformi. Winnipeg, 8. Nóv. 1887. Jón Bjarnason, forseti kirkjufélagsins. —---------»— —-..........—•—<------ —Andaðir eru þessir prestar á Islandi : Séra Jón Austmann í StöS, og uppgjafa- prestarnir séra porvaldr Asgeirsson á Hjaltabakka, séra Snorri NorSfjörS í Hítar- nesþingum og séra Hiörleifr Guttormsson á VöIIum í Svarfaðardal. —Séra Stefán Jónsson á Kolfreyjustaö hefir fengið lausn frá prestskap.—Einar Friögeirsson kandídat orSinn aðstoðarprestr séra j'orkcls Bjarnasonar á Reynivöll- um, og var hann prestvígðr í Rvík af biskupi II. Sept. .—Good Templar-[é\ag\lS, sem mjög hefir breitt út bindindi á íslandi þessi síðustu ár, hefir í Reykjavik komið sér upp samkomuhúsi 28 álna löngu, 12 álna breiðu og 7 álna háu undir loft. pað var vígt með viðhöfn og seremoníum all-miklum 2. Okt., og framkvæmdi formaðr hinna sameinuðu Islands-deilda félagsins Jón 01- afsson vígsluna. Um það leyti voru 360 heyrandi því félagi til í Reykjavík. —Söfnuðrinn í Winnipeg er nú að koma sér upp kirkju á lóð þeirri, er skot- ið var saman til og keypt í fyrra, á horninu á McWilliam og Nena strætum. Á kirkjusmíðinni var byrjað um miðjan September, og er hugmyndin, að reyna til að Ijúka henni svo fyrir jól, sem þarf til jiess að húsið geti orðið notað til guðsþjón-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.