Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1888, Síða 6

Sameiningin - 01.03.1888, Síða 6
inn, til þess að (leyfa ofrlítið tilfinning þeirra fyrir þeim písl- um, er þessari liryllilegu meöferð fyigdi. En vér vitum, að einn þeirra, er hér var krossfestr, vildi ekki þiggja þennan drykk. þaö var sá, sem krossfestr var í miöið, því hann gekk með þeim huga út í þessar píslir sínar, að líða þær allar með fullri með- vitund, með ódeyfðri tiltinning, fús og með frjálsum vilja. því það var guðs sonr, Jesús Kristr, sein liér leið; hann vildi líða allt, því hann leið af kærleika. Og kærleikr hans var sterk- ari en dauðinn—dauðinn í þessari hans hryllilegustu og kvala* fyllstu inynd. Að vera krossfestr lifandi—hvílík ógrlej>- tilhugsan, ef eiu- hver vissi, að það ætti fyrir sér að liggja' það ]>arf ininna til þess að hugr vor hnigi lieldr en slík tilhugsan. það þarf ekki nema hugsa sér, að maðr verði endilega að ganga eitthvað það í gegn um, sein holdi og hlóði er óþægilegt, að vita eitthvert mótlætí fyrir frainan sig á vegi sínum, og óðar tekr hjartað til að slá, kjarkrinn að dvína. Vér getum kallað það krossfesting að vera bundinn við eittlivert böl, sem náttúrlegri tilfinning svíðr undan, en sem niaðr ekki getr losað sig við. þegar vér líturn krossana á Golgata og þá, sem á þeim k veljast, þá minnir það oss nú svo eðlilega á hið rnargs konar böl, sem mannlífið, þetta veika og andvarpanda mannlíf, svo iðulega er bundið við fyr- ir augum vorum, hvar sem vér erurn staddir í heiminum. Er það ekki eins og surnir menn sé negldir á krossinn ? Bölið og ógæfan fylgirþeim hvar sem þeir ganga eða hvar sem þeir dvelja. Og þó að margir sé nú í dag lausir við alit ’verulegt böl, bjart yfir þeim á þeim bletti tilverunnar, þar sem þeir nú standa, og þess vegna ánœgjusvipr á andliti þeirra af því að þeim finnst sér líði vel, þá er það víst, og til þess þarf ekki að fœia neina sönnun frá opinberan kristindómsins, að áðr en hér lýkr, verða þeir fiestir bundnir við einhvern kross. Af hverju tagi sá kross verðr, getr líklega enginn sagt fyrir, en að krossins tíð kemr, það er víst Svo allir gjöra þá forsjálast í því að láta þessa þrjá krossa, sem vér sjáum upp reista á Golgata, vera sér við komandi. Er það ekki sama, á hvern þessara þriggja krossa, sein þú séráGolgata, maðr er negklr ? Eru ekki píslir allra þriggja hinna líðandi manna hinar sömu ? það sýnist svo, nema ef vér tökuni það til íhugunar, að tveir hinir krossfestu hafa efiaust

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.