Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1888, Síða 14

Sameiningin - 01.03.1888, Síða 14
—10 — austrlenzku trúarfrœðabœkr frá fornöld. segir hann: ,,þær allar kenna, að sáluhjálpina verði að kaupa fyrir verð, og að eina lausnargjaldið sé vor eigin verk og verðleikr. Vor eigin heil- aga biblía, hin helga bók vor frá austrlöndum, er frá upp- hafi til enda hrópandi rödd á móti þeirri kenning. Reyndar er það satt, að oss er haldið til góðra verka í þeirri lielgu austrlenzku bók með langt um meiri áherzlu heldr en í nokkurri annarri helgibók frá austrlöndum; en þau góðverk eru að eins ávöxtr sprottinn upp úr þakklátu hjarta, að eins þakkarfórn, atíeiðing trúar vorrar. ])au eru aldrei lausnargjald hinna sönnu læri- sveina Krist.s. það verði oss eigi, að lolca augum vorum fyrir því, sem er ágætt og satt og virðulegt í þeim helgu bókum, en hitt skulum vér kenna Hindúum, Búdda-trúarmönnum ogáhangendum Múhameðs, að til er að eins ein austrlenzk bók, sem verið getr máttartaug þeirra á hinni voðalegu stund, þá er þeir hver í sínu lagi hverfa inn í hinn ósýnilega heim. það er bókin helga, sem hefirað geyma hið áreiðanlega orð, sem verðskuldar, að því sétrú- að, eigi að eins af oss, er kristna trú játum, heldraf öllum mönn- um,körlum, konum og börnum, að Jesús Kristr er kominn íheim- inn synduga menn sáluhólpna að gjóra.“ þessi ytírlýsing Max Mullers er enn eftirtektarverðari fyrir þá sök, að margir drógu áðr þá ályktan af því, er hann segir í hinni merkilegu hók sinni um „uppruna og þroska trúabragðanna", að kristindómr- inn standi að eins einu stigi ofar en öll önnur trúarhrögð fornaldarinnar, en að eðli og uppruni kristnu trúarinnar og annarra trúarbragða sé þó í rauninni alveg eins. Og einn staðr í þessari hók hans hetír oft verið þýddr svo, eins og það væri skoðan liöfundarins, að algjiirlega fullkomin trúarbrögð mum fyrst koma fram í heiminum á ókomnum tíma, og að þau fullkomnu trúarhrögð muni verða einskonar samsteypa af kenn- ingum hinna ýmsu trúarbragða, sem þegar eru komin fram, og að kristindömrinn muni ekki stórt meira leggja til í þá sam- steypu lieldr en sum hinna trúarbragða fornaldarinnar. Orðin, sem þegar voru til fœrð úr hinurn nýja fyrirlestri Max Mullers, sýna, að annaðhvort hefir þetta aldrei verið skoðan hans, og það er lang-líklegast, ellegar hann er nú algjiirlega horfinn frá þeirri skoðan, því orð hans hera þess fyllilega vott, að það er hjartans

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.