Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 2
■162— tilfínningunni, hvílílc mótsögn er í því innifalin, aS vera með'lim- ur kirkjunnar og þó svarinn óvinur hennar. Og það sjest ekki á neinu, að kirkjan sjái þessa mótsögn sjálf, það er eins og luin skilji það eklci, að málefni hennar hlýtur að bíða af því ómetanlegt tjón, að hún lokar augum sínum fyrir ó- vinunum, sem hvervetna reka höfuð sín upp. og breytir, eins og væru þeir engir til. Hún bindur þannig fyrir augu sín,—telur sjer trú um, að engin hætta sje á ferðum, þótt börn hennar sjeu að verða henni fráhverf, hvert á eptir öðru. Söfnuðir vorir hjer hafa inyndazt fyrir persónulegan áhuga einstakra manna, þessum mönnum var annast um það af öllu, að fólk vort týndi ekki hinni einu perlu, sem það átti í pyngju sinni, kristindóminum, hjer í sínum nýju heimkynnmn. Fyrir forgöngu þeirra tóku þeir menn, sem annt var um hina sameiginlegu trú, höndum saraau, til að lialda uppi kristilegum fjelagsskap, kalla presta, byggja kirkjur o. s. frv. þeir menn, sem annaðhvort voru málefni kirkjunn- ar andvígir eða of áhugalausir í þeim efnum til að vilja sinna því, hafa auðvitað orðið fyrir utan þennan fjelagsslcap. þetta hafa sumir talið ólán og er það skiljanlegt, að menn hugsi þannig frá sjónarmiði hinnar íslenzku kirkju. En frá sjón- armiði hinnar frjálsu kirkju er það einmitt hið mesta lán. Og það er sannfæring mín, að þessi aðskilnaður fólks vors í kirkjulegu tilliti sje lífsskilyrði kirkju vorrar. þegar jafn- mikill dauði er kominn inn í kirkju einhvers lands og nú er tilfellið með kirkju þjóðar vorrar, er naumast nokkuð til, s»m eins getur vakið hana af dauðadvalanum og það, að farið sje að ræða um afnám hennar fyrir alvöru. Mjer fínnst ekki ólíklegt, að farið verði, áður mjög langt líður, að tala um afnám hinnar islenzku landskirkju af andstæð- inguin hennar; þeir fari að sýna fratn á það með rökum, að hún sje gagnslaus og dauð og það svari öldungis ekki kostnaði fyrir jafn-fátækt land að halda c. 200 guöfræðinga, til þess að gjöra svo sem ekki neitt. Mjer þykir ekki ólík- legt, að svona verði farið að tala. Svo framarlega að þessu tali fylgdi nægileg alvara, finnst rnjer sennilegt, að kirkjunn- ar menn, bæði lærðir og leikir, færu að láta eitthvað til sín heyra. þeir mundu þá sjá, að spursmálið er um að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.