Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 6
—1G6—
ir þa!S; aS vjer sjeum aS byggj'a nokkra „rjctt" í'yrir söfn-
uði vora, eða hugsum oss „að verja þá meS fornum og
föstum lúterskum múrveggjum fyrir öllum tímans úlfuin og
aðskotadýrum“. Vjer höfum ekki gefiS hiS minnsta tilefni
til þess, aS sá dómur væri felldur yfir starf vort. Hann
er algjörlega tekinn úr lausu lopti. Jeg reyndi þegar í
byrjun þessarar ritgjörðar að sýna fram á, hvernig vjer
skoðuSuin hinar lútersku trúarjátningar. Oss hefur aldrei
komiS til hugar að skoða þær sem band um fót vorn eða
kínverskan múr, er auga vort mætti ekki dirfast að líta
út yfir. En af því aS mannlegt hjarta slær svo hvik-
ullt í hinum hvikula straum tlmans, látum vjer þær benda
oss á sigurvinningar feðra vorra yfir villum liðinna alda og
leiSa anda vorn að uppsprettu hinnar kristilegu trúar,
guðs opinberaSa orði, til þess vjer þar getum fengiS ný
og ný svör upp á þær spurningar, sem hið andlega líf
þessarar aldar leggur fyrir oss og aöra kristna mann. Sii
lúterska trú, sem vjer höfum, kennir oss „að trúa á fram-
sókn, eins í guðsþekking sem öðrum efnum“. Og þaS er
ein hin kærasta hugsjón vor að fá að vera meS í þeirri
íramsókn, — fyigjast með í hugsun vorrar aldar í trúar-
legu tilliti og leita að vopnum í vopnabúri kristindómsins
gegn „úlfum og aðskotadýrum“ nítjándu aldarinnar, en
ekki þeim, sem vegin voru þegar fyrir þremur öldum.
Hvað, sem oss lcann að vera ábótavant í því efni, er hvorki
viljaleysi voru nje sjónleysi að kenna. An þess aS ætla
mjer að segja nokkurt hól um sjálfan mig eða bræður mína
hjer, dirfist jeg áS láta þá ósk inína í ljósi, aS enginn
bræðra vorra heima sýndi rninni viðleitni meS aS afla sjer
þekkingar á því, sem verið er að hugsa í heiminum,
hvort heldur í andlegum eSa veraldlegum efnum, en vjer
gjörum, hversu mikið, sem vjer kunnum að standa á hnján-
um í baráttu vorri og: hversu óvígan her af erfiðleikum,
sem vjer eigum í höggi viS. Og sjeuin vjer að leitast við
að fylgjast meS í heimi liugsananna og skilja þær andans
hreifingar, sem þar gjöra vart viS sig, þá leituinst vjer
sannarlega einnig við, aS láta orSin, sem vjer tölum og
ritum, vera orð nítjándu aldarinnar Og vitnisburð vorn