Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 10
—170—
vinum á allar liliðav; þeir hugsa að eins um aS eySileggja
yíirráS hans. En Jehóva veitir honum hlutdeild í yfirráS-
um sínum yfir heiminum og leggur alla óvini fyrir fætur
honum. Hann á aS framkvæma hinn mikla dóm Jehóva
yfir öllum óguðleik heiSingjanna. Hann mun „sundurmola
höfuS margra landa“, hann mun „fylla meS líkum“ í kring-
um sig og Jehóva, sem er honum til hægri handar, mun
„sundurmerja konungana á degi sinnar reiði“. En hardag-
inn gegn hinum lieiSna beim mun ekki líkjast leik, eins
og menn ef til vill kynnu að ætla samkvæmt 2. sálmin-
um. Mótstaða óvinarins mun verða hörð, og þreyttur af
hinum blóðuga bardaga mun Messías á orustudeginum hljóta
að „drekka af læknum" til þess aptur aS geta „lypt upp
höfði“ sínu með sigursæluin lcrapti. þetta eru reyndar hin
fyrstu augljósu orð, sem vjer heyrum um það, að Messías
eigi í raun og veru að líða eitthvað þungbært, frá því
að talað var uin, að ormurinn skyldi „bita í hælinn á
sæði konunnar". En að öðru leyti var það auðskiliS, að
eins og hinar miklu sigurvinningar Davíðs ekki voru unn-
ar án erfiðismuna, Jiannig átti Messías heldur ekki aS fá
sínar sigurvinningar án þess að leggja neitt í sölurnar.
Hann átti aS vera 'nin ómótstæöilega hetja, af því að Je-
hóva ætlaði að vera með honum, og vera honum enn þá
nær, en hann hafði verið Davíð. En hjálp Jehóva er ekki
þannig, að skjólstæðingar hans megi leggja hendurnar í
skautið. Og Messías átti að þurfa að neyta allrar hreysti
sinnar, til að framkvæma hið mikla verk, er honum var á
hendur falið.
það er eitt atriði í þessum 110. sálmi, sem er alveg
sjerstaldega einkennilegt. Messías á elcki að eins að vera
ko n un gur. Hann á einnig að vera p r e s t u r. Presta-
konungur á liann að vera, eins og hinn mikli Melki-
sedek, er öldungurinn Abraham hafði beygt sig fyrir. —
Ekkert var harðlegar bannað konungi Israelsmanna en það
að vera bæði prestur og konungur. Sál var varpað frá
augliti guðs, af því að liann hafði viljaö rífa undir sig
hið prestlega vald. Og cinn af hinum seinni konungum,
er reyndi að gjöra hið sama, var sleginn af Jehóva og