Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 8
-168- hvaS gjöra þuríi, til aS hrinda þessu eða hinu í lag, sem aíiögu þykir fara, og íinna upp vegi og meSul til framkvæmda. Hin ýmsu spursmál, sem standa í ein- hverju sambandi við kristindóminn, eiga þar að vera tekin til umræðu og útlistuð frá ýmsum hliðum. Allt það, er verða má safnaðarlííinu til eílingar og hinni krist- ilegu meðvitund tii glaðningar, er svo til ætlazt, að tekið sje þar til nákvæmrar yfirvegunar. Ekkert það mál, or verða mætti til framfara fyrir þjóðflokk vorn í landi þessu, mundi gjört apturreka. það er svo ákveöið, að ekki færri en tveir fyrirlestrar um kirkjuleg eða guðfræðisleg mál skuli vera fluttir á hverju kirkjuþingi. Á hinu síðasta kirlejuþingi voru haldnir fjórir fyrirlestrar, tveir kirkju- legs efnis og tveir almenns efnis, varðandi þjóð vora í heild sinni. það er svo til ætlazt, að kjarni alls þess, sem bezt er og viturlegast hugsað yfir árið meðal vor, komi fram á kirkjuþingum vorum. þetta ákvæði neyðir þannig þá, sem þess eru umkomnir, til að vera sí-hugsandi um velferðarmál vor og sí-starfandi að úrlausn hinna bi-ýnustu og þýðingamestu spursmála. þessir fyrirlestrar eru haldnir fyi'ir fulltrúum safnaðanna, sem flest skilyrði ættu að hafa til að skilja þá og dæma uin gildi þeirra. Hinar nýju hugsanir, sein þeir hafa vakið hjá þeim, flytja þeir heim með sjer, hver til sinnar byggðar, og þar ættu þær aptur að verða að almennu umræðuefni. Fyrirkomulag þetta ætti því að verða til þess að vekja andlegt líf og andlegan á- huga; það ætti að koma í veg fyrir svefn og sinnuleysi, og það ætti að hvetja hina hugsandi menn vora hjer til andlegrar starfsemi. Á hverju kirkjuþingi er fyrir fram ákveðið eitthvert almennt umræöu-efni, sem varðar þjóð- fiokk vorn í heild sinni. Til að taka þátt í þeim umræð- um er öllum boðið, andstæðingum kirkjunnar jafnt sem vinum hennar. þessar almennu uinræður liafa farið fram á þremur þingum og hafa þær vakið mjög mikla eptirtekt. Á þennan hátt hefur verið leitazt við að láta hin vekj- andi áhrif kirkjuþinganna verða sem mest. þau eru haidin til skiptis í hinutn fjölmennustn söfnuðum voruin og byggð- arlögutn, svo sem allra flestir geti haft þeirra not. Enda er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.