Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 4
■164—
um á fundi. ByrSir safnaðarins eru bornar sameiginlega.
yíllt fje, sem fram er greitt í safnaðar þarlir, hvort heldur
til aö launa presti, byggja kirkjur eða hvað annað, sein
vera skal, láta menn af hendi rakna af frjálsum vilja,
eptir því sem hver hefur efni og hjartalag til. Prestur-
inn er ekki svo mikið sem forseti safnaðarfunda, framar
en verkast vill. Hann álítur sig að eins sem þjón safn-
aðarins og verkamann og hagar sjer eptir því, sem hon-
um og söfnuöinum kemur saman um. það er svo langt
frá því, aö hinir fáu prestar hjer fyrir vestan hati á
nokkurn liátt reynt að skapa sjer vald yfir söfnuðunum,
að þeir hafa eininitt gjört allt sitt til að leggja valdið í
hendur safnaðanna. Jafnvel til að víkja prestum sírium
frá, hafa söfnuðirnir fullt frelsi.
Eins og kunnugra er, en frá þurfi að segja, eru það
margir af löndum vorum hjer, sem engan fjelagsskap vilja,
sein nokkur meining er í. þeir vilja sjálfir livergi vera
með, nema með því móti að reyna að brjóta niður það,
sem aðrir leytast við að reisa. Svo sem af sjálfsögðu
standa þeir langflestir fyrír utan söfnuðina og reyna að
spilla fyrir málefni þeirra með því að koma þeim, sem
annaðhvort fru ósjálfstæðir eða ókunnugir, tii að trúa því,
að svo og svo miklu ófrelsi sje beitt í vorum safnaðar-
málurn. þessir menn hafa nú þetta síðasta ár hafið upp
raust sína og talað uin prestavald og kúgun, hve nær
sem þeim hefur fundizt, að hægt væri að spilla fyrir með
því. En það hefur viljað svo vel til, að þeim hefur ekki
verið unnt að styðja mál sitt með einu einasta dæmi. Og
jeg vona það verði langt þangað til; jeg vil opt og einatt
biðja hann, sem hefur málefni vorrar veikliðuðu, litilsigldu
kirkju í hendi sjer, að láta það aldrei verða. Hve nær
sem ]>að kann að koma fyrir, verður það söfnuðum vor-
um sjálfmn að kenna. því það getur ekki orðið með
öðru móti cn því, að söfnuðirnir sofni xit frá því frelsi
og því valdi, sem þoir nú svo afdráttarlaust hafa í hendi
sjer. — það er raunalegt, ef bræður vorir heima eru fúsari
til að trúa þessum óvinum vorum og andstæðingum kirkj-
unnar, en því, sem vjer sjálfir segjum og gjörum.