Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 11
171—
varS 1 í k þ r á r í helgidómnum, meSan hann stóS meS hiS
rænda reykker í hendi sinni (sjá 2. Kron. 26.). Valdinu
á11i a5 vera skipt í Israel; þar átti að vera maður,
sem gæti myndaS mótvægi gegn harðstjórnar-löngun kon-
unganna. Og hinn prestlegi valdsmaður átti ekki að gefa sig
við stjórnmálum. Og þó gat konungsvaldið eigi komizt á
æðsta stig, fyr en það var runnið saman við prestvaldið,
eins og hafði átt sjer staS á dögum Melkísedeks. þetta
fundu konungar Israelsmanna. Og hinn guShræddi Davíð
hefur vissulega fundið eins vel til þess, eins og hver hinna,
er seildist eptir hinni bönnuðu tign. Og þótt hann væri
fyrir sitt leyti iangt frá því á þennan hátt „að hrjóta á
móti Jehóva guSi sínum“, ])á var honum það samt sem
áður ljóst, að ætti hin háleita konungs hugsjón guðs að
geta komið afdráttarlaust fram meðal ísraelsþjóðar,
þá Ii 1 y t i konungurinn jafnframt að vera prcstur; hann
hlyti þess vegna að vera kallaður af guöi sjálfum til að
takast á hendur ]iað prestdæmi, sem öllum öðrum konung-
um var neitað um. Og samkvæmt þessu heyrir því einn-
ig Davíð, að Jehóva lofar konungi framtiðarinnar með ó-
rjúfanlegum eiði, að hann skuli vera „prestur að eilífu upp
á Melkísedeks máta“.
Einnig hjer hættir oss við að leggja rneira í orðin
en sá lagði í þau, er talaði þau, og Jieir, er þau voru töl-
uð við. Fyrir hugsun vorri hirtist hjer ósjálfrátt allt
„æðstaprestsembætti“ Krists, eins og það nær sinni fullkomn-
un í friðþægingar-dauða hans. En um hann talar sálmur
þessi á engan hátt. Hann talar um, að konungur framtíð-
arinnar eigi að vera prestur, eins og Melkísedek hafi ver-
ið. Annað segir hann ekki. Og eins og því fer fjarri, að
nokkrum detti í hug, aö preststaða Melkísedeks hafi haft
það í íor með sjer, að hann ætti að láta líf sitt sem
friðþægingar-fórn, þannig gat og þ e i m, sem t'yrst sungu
þenna sálm Davíðs, alls eigi komið til hugar, að Messías
ætti að gjöra neitt slíkt, þótt hann yrði „prestur upp á
Melkísedeks máta“. Fórnir átti prestakonungur framtíðar-
innar fram að bera. það var áreiðanlegt. því konungnr
sá, sem átti að hafa ytirráð yfir heiminum, hann átti einn-