Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.12.1889, Blaðsíða 14
■174— Ei þurfiö óttast, því fagnaðar fregn flyt jeg syndum og dauða gegn, fæddur er frelsari’ í heim :,: 30—9—S6. HIJWIS-BEJEF IIINS NÝJA BISKUPS. Eptirfylgjandi ávarp hefur hinn nýji biskup Islands, Hallgrímur Sveinsson, sent prestum og próföstum út um landið. þaS er góSur og fagur gamall vani, aS um leiS og nýr biskup tekur viS embætti, sendir Jiann svo kallaS hirSisbrjef til prestanna og prófastanna í umdæminu, til aS minna þá á skyldur þeirra, benda þeim á þær um- bætur, sem gjöra þurfi inálefni kirkjunnar og kristindómsins til eflingar og til að leggja fram sitt kirkjulega prógram, svo framarlega aS nokkuð nýtt vaki fyrir honum í þrí cfni. þessum vana hefur hinn nýji biskup Islands fylgt, að því leyti, aS hann hefur sent ávarp það, sem prentaS er hjer á eptir út um landiS. þessi hirSisbrjef hafa opt í sögu kirkjunnar veriS mjög merkilegs efnis og haft mjög mikla þýðing fyrir hið kirkjulega líf. þegar brennandi áhugi, persónulegt fylgi og einbeittur vilji stendur á bak við orð þau, sem þannig eru töluð, og hinn nýji umsjónarmaður kirkjunnar er gagntekinn af þýðing stöðu sinnar og þeirra skyldna, sem hún leggur honum á herSar, og hann á hinn bóginn heíur augun opin fyrir öllu því, sem aS er og leiðrjetta þarf, má nærri geta, hvílík áhrif orS hans geta haft á kennimannalýð umdæmisins. Ekki er svo að sjá, sem þessu brjefi hins nýja biskups hafl veriS veitt sjerlega mikil eptirtekt á Islandi. Engu blaSanna hefur þótt það svara kostnaði aS prenta það og birta þaS ahnenningi manna. Til þess nú samt að íslenzkir leikmenn ekki síður en ís- lenzkir prestar goti átt kost á aS lesa þetta ávarp bisk- upsins, prentum vjer þaS lijer orðrjett. „Um leið og jeg geng aS embættisstörfum mínuiu sem biskup þessa lands, finn eg hvöt til aS ávarpa yður, kærir bræður og samverkamenn, prófastar og prestar á íslandi,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.