Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 9
—169— eru gefin á enskri tungu, ritgjörðir eftir sig til stuSnings trú kristinna manna á guðlegan áreiðanlegleik biblíunnar. Annað þessara tímarita var Sunday School Times, er út kemr í Philadelphia og sem nú er orðið talsvert kunnugt nokkrum þeim mönnum meðal Islendinga hér í landi, er helzt starfa að sunnudagsskúlum vorum. Ritgjöröir þessar eftir Gladstone, sem þannig hafa iit komið, eru sjö að tölu, hver um sig mjög löng og ákaflega efnisrík, og kom Sun- day School Times tneð hina síðustu þeirra í byrjun Nóvem- bermánaðar. En síðan hefir það blað gefið allar ritgjörð- irnar, á ný yfirskoðaðar af höfundinum og endrbnettar, í einni heild út í bókarformi upp á 358 blaðsíður. Allar helztu mótbárur hiunar svo kölluðu vísindalegu vantrúar gegn gamla-testamentis-opinberaninni, sem nú eru uppi í tímanum, tekr hinn spaki öldungr vandlega til skoðunar í ritgjörða-safni þessu, leggr að þeim með vopnurn sinnar djúpu hugsunar og víðtœku þekkingar, og dómr flestra, sem lesa þetta ritverk hans, mun verða sá, að hann standi eftir á vígvellinum sem fullkominn sigrvegari. Hann ritar yfir höfuð að tala þungt ; framsetning hans getr ekki talizt al- þýðleg. En sá, sem þoiinmœði hefir til að fylgja hugsun- argangi hans, hlýtr stór-mikið að grœða á lestri ritgjörða þessara. Hn ,nn sýnir með skýrum rökum, að vísindalegar rannsóknir bæði í náttúrufrœði og eins í mannkynssögu fornaldarinnar, sem gjörðar hafa verið á þessari öld, en einkum síöustu áratugum, hafi stórkostlega stutt trú manna á áreiðanlegleik gamla testamentisins. Getgátur vísindanna gangi að vísu einatt á móti því, sem í því helga bókasafni stondr, en hvervetna þar sem vísindin hafa komizt að fastri niðrstöðu, þar vitni þau sterklega ineð ritningum þessum. þetta siðasta ritverk hins mikla manns, sem tveim dögum fyrir árslokin byrjaði 82. æfiár sitt, hefir um allan hinn ensku-talanda heim vakið almenna eftirtekt, og almennu lofsorði er að maklegleikum á það lokið. Eins og þegar er tekið fram eru það aðallega mótbár- ur nútíðarvantrúarinnar gegn gamla testamentinu, sem Glad- stone tekr til umtals í þessum ritgjörðum sínum. Og er það eðlilegt, því að sú skothríð, sem andstœðingar kristin-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.