Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 11
—171—
aS guSspjallamaSrinn hafi ekki minnsta hugboS um þaS, aS
neitt muni í lögmálslegu eða siðferöislegu tilliti vera bogið
við þetta atvik, og bœtir því svo við, að djöflarnir bafi
farið í svínin til stór-mikils skaða og tjóns fyrir hina sak-
lausu svína-eigendr þar í Gadara-byggðarlagi. Og enn fremr
segir hann: „Allt, sem rnér er kunnugt urn lög og rétt,
styrkir mig í þeirri sannfœring, að slík léttúðarfull eyði-
legging á eigum annarra manna sé glœpr, sem hefir illt
eftirdœmi í för með sér“.
Svo vísindamaðr einn átti þá eftir að finna það út,
eftir að frelsari vor hafði tilbeðinn verið í átján aldir af
hinum menntaðasta, mest þroskaða og framfaramesta hluta
mannkynsins, að hann, sem þannig hefir tignaðr veriö, hafi
á, endanum blátt áfram verið lagabrotsmaðr og illvirki, og
ekki annað betra. þaö er stundum sagt, að mestu upp-
finningar, sem gjörðar eru, sé einfaldari en allt annað.
Og sé hér á annað borö um nokkurn fund að rœða, þá
er hann sannarlega einfaldari en nokkur annar fundr, svo
einfaldr, að það hefði átt að mega reka í þetta augun á
hlaupum, því það liggr alveg opið fyrir á yfirborðinu. Hver
almennr lesari hlýtr að eins að spyrja forviða, hvernig á
því geti staðið, að þar sem um annað eins efni er að
rœða, skuli heiðrinn fyrir að finna þetta út á undan öll-
um öðrum engum hafa hlotnazt fyr en nú og það ein-
mitt prófessor Huxley.
En svo einfalt sem þetta hefir verið frá sjónar-
miði Mr. Huxleys, er það engu að síðr mjög athugavert
fyrir hvern þann mann, er nokkuð alvarlega hugsar um
málið. það er að eins í þetta eina skifti, að frelsarinn
beitir eða lætr beitt yfirnáttúrlegum ötium til þess að eyði-
leggja líf.
Eftirtektavert er það, að nokkrum sinnum kemr frels-
arinn greinilega fram eins og sá, er eigandi er allra hluta,
eins og t. a. m. þá er hann lét fíkjutréð visna eða þá er
hann sendi eftir östiunni og ösnufolanum. Hann er sá,
sem valdið hefir til þcss samkvæmt speki sinni að svifta
lífi eins og til þtss að gefa líf. En hvaða ályktan sem af
þessu kynni að mega draga, þá má þó segja, að ]>etta sé