Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 7
—167—
og höfðingjarnir framast fylki beiddu,
að fjandmann þeirra leika skyldi hart;
þeir kváðu hann ei konungs boðum hlýða
og kongi sjálfum meiri þykjast víst;
02 líkt og síðar lausnarann við blíða
þeir lygi’ og vélar spara gjörðu sízt.
En konungrinn Daníel hinn dygga
ei dœma vildi fyrir þessa sök;
hann vildi feginn frelsa þjóninn tryTgga
og fœrði honuin mörg til varnar rök;
hann sagðist enga sök hjá honum finna
og sízt þá neina’, er dauði lægi við.
Um drottin Krist svo dómarinn réð inna,
gegn dauðanum er hugði’ að veita lið.
En höfðingjarnir hærra sífellt létu
og heimtuðu af sjóia líflátsdóm;
á dugnað konungs hátt og títt þeir hétu,
að hremma Daníel í Ijóna klóm.
þá Daríus varð undan loks að láta,
því líkt og Pílatus hann deigr var,
er síðar varð í Jerúsalem játa
um Jesúm þvi, er beiddu Gyðingar.
Og Daníel var dœmdr sem þeir beiddu
til dauða fyrir gritnmra ljóna klóm.
})eir kátir hann í ljónagrytju leiddu,
að lífláts skyldi’ hann bíða þungan dóm.
Og fyrir gröf þeir stórum veltu steini,
er stillir sjálfr innsiglaði þar,
sein þá er drottinn dýrðarinnar eini
í dimmri gröf und steini byrgðr var.
})á sólin reis úr hafsins dimma djúpi
og dýrðargeislum sló um lönd og höf,
gekk Daríus í döprum sorgarhjúpi
til Daníels að myrkri Ijónagrcf.