Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 2
—162— að bókin hefir af oss notuö verið stöðugt síðan, nolckuð á 5. ár. Engu að síðr finnst oss nú, að vér höfum í ritdómi þess- um sagt fiest þaö, c*r vér nú vildum sagt hafa, eða með öðrum orðum, að álit vort á bókinni hafi í engu verulegu breytzt síðan vér komumst í vorn fyrsta kunningskap við hana. Hún stendr í huga vorum nú eins og fyrst eins og lang-bezta og göfugasta sálmabókin, sem Island hefir eignazt, sem afinlegr sómi fyrir íslenzkar bókmenntir. I heild sinni hefir þ<> sálmabókin við vaxandi viðkynn- ing unnið ekki að eins í voru áliti, heldr allt eins í áliti almennings. En sérstaklega á þetta við ineginið af þeim mörgu sálmum, sem séra Valdemar Briem hefir lagt til bókarinnar. Og fyrir löngu höfum vér nú séð, að í rit- dómi vorum höfum vér helzt of lítið gott sagt um þann hluta af sálmaverki þessu, sem hann er höfundr að. það eru ekki nema mjög fáir frumorktir sálmar í bókinni, sem settir verða jafnhliða öllum þorranum af hans sáhnum. Auk þess, sem þeir eru yfir höfuð há-evangeliskir í anda, standa þeir all-margir með tilliti til skáldlegrar íþróttar svo hátt, að vor þjóð hefir naumast nokkurn meiri skáldskap eignazt. Annar eins sálmr, t. a. m., eins og þessi: „þótt holdið liggi lágt“, er eins og mynd eftir einhvern heims- frægan meistara úthöggvin í marmara. því oftar sem maðr hefir sáhninn yfir, því betr og skýrar kemr myndin' út. Og svo stendr hún á eftir í liuga manns úthleypt og eins og lifandi væri. Sérstaklega er annað versið hið fullkomn- asta meistaraverk: Hér niðri’ á láði’ er lágt og ljósi fjærri; í trúarhæð er hátt og himni nærri; þar er svo hátt, að hverfr allt hið smáa, hið lága fœrist fjær, en fœrist aftr nær hið helga’ og háa. Oss liggr nær að halda, að í íþróttarlegu tilliti sé þetta hið fullkomnasta vers, sem enn hefir til orðið á íslenzku. Og ]’að, sem bezt er við þetta, er það, að þessi fagra mynd

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.