Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 10
—170— dómsins um miSbik aldar þessarar létu ganga út ytir nýja testamentið, og þá sérstaklega ritvissu þess, er nú nálega alveg liætt. Sú harða deila endaði með því, að vísindaleg vissa fékkst fyrir því, að þaö ritsafn væri frá þeirri tíð og eftir þá mannlegu höfunda, sem kristin kirkja hetir á- vallt sagt að það væri. I síðustu ritgjörð sinni kemst Glad- stone þó ofr-lítið inn á nýja testamentið. Hann er þar meðal annars að vega ýmislegt, sem hinn alþekkti og dug- legi náttúrufrœðingr, Mr. Huxléy, hetir nýlega látið út úr sér móti kenningum hiblíunnar. Með ákaflegum drýgind- um hafði þessi vantrúaði prófessor sagt, að hann og hans líkar beitti ávallt „vopnum vísindalegrar nákvæmni", þar sem þessa talsmenn kirkjunnar vantaði þau algjörlega, og því væri alls ekki framar takanda til greina neitt, sem þeir segði. Gladstone leitast nú við að sýna, hve mikiö sé varið í hina vísindalegu nákvæmni Mr. Huxleys, þegar hann fer að eiga við kristindóminn. Og brot af því, sem Glad- stone segir í þessu sainbandi, leggjum vér nú fram fyrir lesendr vora: I ritgjörð einni nýlega út kominni eftir Mr. Huxley hefir hann spennt bogann býsna hátt. Til þess að rann- saka gildi guðspjallanna og þá um leið til þess að sýna, hve mikiö í frelsara vorn sé varið, hetir hann valið eins og prófstein kraftaverkið, sem fram fór í landi Gergesena eða Gadara-manna. Frá því er sagt með nokkrum orða- mun af þremr guðspjallamönnum, og er aðalatriðið í þeirri sögu það, að illir amiar eru út reknir frá djöfulóðum inanni og þeim leyft að fara í svínahjörð, sem svo í reði steypir sér í sjóinn. Sem manneðlisfrœðingr trúir Mr. Huxley því ekki, að djöfulœði sé eða hafl verið til, enda heflr það at- riði venjulega fremr öllu öðru dregið að sér athygli manna í sambandi við þetta kraftaverk. það er ekki fyrir mig að fara út í það, hve mikið er varið í slíka staðhœfing, sem fram er haldið í nafni manneðlisfrœöinnar. En það er annað atriði í þessu máli, sein hann mjög eðlilega dregr fram, nefnilega eignatjónið út af þessu ieyfl frelsarans, scm hlauzt af því að svínin týndust. Mr. Huxley tekr fram,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.