Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 3
—163—
er ekki nein ímynduð ínynd af nokkru, sem ekki er til,
heldr eftirmynd af því, sem hver trúaðr kristinn maðr
reynir í hvert skifti sem hann upp frá neyð sinni og
raunum sínum snýr sálu sinni biðjandi til hins almáttuga
í Jesú nafni. Sálminn: „í fornöld á jörðu var frœkorni
sáð“ liöfum vér nú sungið eða látið syngja í þessi 4—5
ár síðan sálmabókin kom út oftar en noklcurn annan sálm,
en allt af hefir oss verið að finnast meira os meira til
o
um ágæti hans. Sama er að segja um sálminn: „það er
svo oft í dauðans skugga dölum“. Og þá er sálmrinn: „Sú
bezta dögg, sem drottinn“ sá lang-fegrsti og mesti skírn-
arsálmr, sem vér enn höfum séð á nokkurri tungu. það
er aðallega fyrir hina mörgu ágætis-sálma eftir séra Valde-
mar Briem, að hin nýja sálmabók vor hefir á þessum fáu
árum náð að verða annað eins uppáhald meðal almennings
safnaða vorra, eins og hún er þegar orðin. })að er hann
á undan öllum öðrum, sem hefir lyffc sálmaskáldskapnum
íslenzka svo hátt, að hann þolir nú fullkomlega saman-
bui-ð við það, sem bezt er í hinurn veraldlega skáldskap-
þjóðar vorrar. það þolist nú naumast lengr fyrir neinn ís-
lenzkan skáldskaparfrœðing að gefa yfirlit yfir íslenzk skáld-
verk almennt og ganga þegjandi fram hjá sálmaskáldskapnum.
Islenzkr sálmaskáldskapr er nú hafinn til nýrrar tignar,
og það á þjóðin lang-mest séra Valdemar að þakka. Hann
hefir nálega alls ekki átt við neina aðra skáldskaparteg-
und en hina trúarlegu, kristilegu. En gegn um hana er
hann orðinn éitthvert fremsta íslenzka þjóðskáldið á þess-
ari öld.
því þessi maðr, séra Valdemar Briem, hefir þegar í
þessari skáldskapar-tegund leyst miklu meira verk af hendi
en það, sem eftir liann liggr í sálmabókinni, og þau sár-
fáu trúarljóð, er enn hafa annars staðar birzt eftir liann
ú prenti. Hann hefir orkt feyki-mikið safn af andlegum
ijóðurn út af útvöldum köflum í öllum bókum heilagrar
ritningar. All-mikinn liluta ijóða þessara höfum vér verið
svo heppnir að sjá, enda þótt það sé ekki nema tiltölu-
lega lítið brot af þeim, sem vér höfum átt kost á að lesa
vandlega. En svo mikið þekkjum vér til þessa víðtœka