Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1891, Blaðsíða 14
—174— vanalegu mildu og mannelskufullu framkomu. Og svo má enn taka fram, að það er býsna ervitt að sam- ríma annan eins flaustrs-hugsunargang eins og hér kemr fram hjá Mr. Huxley við þá dómara-alvöru, sem hann tileinkar sjálfum sér, eða þann göfuga vitnisburð, sem hann ber sér og sínum líkum, en frádœmir öllum öðrum, að þeir beiti engu öðru en „vopnum vísindalegrar nákværnni'*. SVAR TIL „SAMEININGARINNA.fí“. Hr. ritstjóri ! Um leið og þér prentið í sfðasta bl. Sam. RœSu eftir yðr, segið þér neðanmáls, að Lögberg 8. Okt. hafi tekið eitt atriði í henni til umtals, og „vegið það á sínum trúarlegu metaskálum“. fetta er ekki rétt, eins og hver maðr getr séð.O Lögberg gjörði ekki nokkurt tníar-atriði, ekki neina rr//<rr-kenning að umtalsefni. f>að gjörði að umtalsefni það, sem því fannst misbrúkun á íslenzku máli, skilninginn á orðinu ,,lífsskoðun“.2> petta er er allt og sumt, af því sem í tilvitnuðu blaði Lógbergs stendr, sem hugsað eða til er orðið í tilefni af rœðu þessari. Síðari lcafli greinarinnar kemr rœð- unni sérstaklega ekkert við.1 2 3 4) Tæpum mánuði áðr hafði eg í Lögbergi (10. Sept.) bent á, að það væri eðlilegt, að kennimaðr (og hver maðr reyndar) áliti þá trú, sem hann hefir sjálfr, sanna („góða og göfusa“); og þá er og jafn-eðlilegt, að hann áliti hverja kenning, sem fer i bága við hana, ósanna. J>að er því tæplega góSgjarnlegt, að bera mér (sem hefi skrifað téða I-ög- bergs-grein) það á brýn, að eg kalli paS ofstœki eða Farísea-hátt af yðr, þótt þér álituð skoðanir, sem koma í bága við kriotincióminn, ósannar. Vitaskuld áliti eg það sanngjarnari og mannúðlegri aðferð, að segja : „Vér erum sann- fœrðir um að þetta sé rangt“, heldr en að setja sig á dómstól og segja : petta er rangt. En ofboð fyrirgefanlegt finnst mér það, því að vitaskuld þýðir hvorttveggja það sarna. }>að sem eg í Lögbergi kallaði, og kalla enn og mun ávallt kalla í allra mildasta lagi Farísea-hátt, það er: að gefa í skyn, ekki að eins að þeir hafi rangt fyrir sér, sem hafa aðra trú, en að þeir sé ,,spilltir“ rnenn ,,óráðvandir“ o. s. frv.4) 1) Ef hverjnaSr á að geta séð þetta, þá telr hr. J. Ól. ritstjóra „Sam.“ ekki mann, því hann getr ekki séð þetta. 2) Svo þetta raus í ,,Lögb.“ móti því að „lífskoðun" vantrúarinnar sé það, sem vér kölluðum dauðaskoðan, á þá eftir allt sarnan að eins að hafa verið málfrœðisleg athugasemd(!). 3) Hverjtt kemr hann þá við? Og hví skyldi þeirn lestri um Faríseahátt o. s. frv. hafa hnýtt verið aftan í málfrœðis-athugasemdina út af lífs-ldauða-) skoðan vantrúarmannanna? 4) Vér leyfum oss með Jesú Kristi að kalla vantrúna synd, meira að segja mannkynsins aðalsynd. pað er á móti þessum punkti, sem hr. Jón Ól. er hér að berjast, þegar hann er að dylgja urn }>að, að vér köllrnn menn pjeð annarlegri trú „óráðvanda“ o. s. frv.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.