Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1891, Page 8

Sameiningin - 01.07.1891, Page 8
•72— þorláksson og séra Friörik Berginann kvaddir til þess aS tala í nafni kirkjufélagsins. Fundi slitið í miðjum þeim umrœðum. 4. fundr, sama dag, kl. 2 e. m. Nýr maðr kominn á þing, Gunnlaugr E. Gunnlaugsson, sein erindsreki fyrir Brandon-söfnuð. Hans kjörbróf skoðað og samþykkt. Umrœöunum út af fyrirlestri séra Hafsteins Pétrssonar haldið áfram, þar til þeim var slitið kl. 4|. Álit standandi nefndarinnar rœtt. Eftir all-langar um- rœður var það samþykkt óbreytt. Eftir kl. 8 um kvöldið flutti séra Jón Bjaruason fyrir- lestr út af því, sem verst er % heimi. 5. fundr, laugard. 20. Júní, kl. 9 f. m. Lagt fram og samþykkt álit nefndarinnar út af árs- skýrslu forseta og niðrröðun kirkjuþingsmála þannig: Við, sem kvaddir vorum til þess að íhuga sKýrslu hins háttvirta forseta kirkjufélagsins. leyfum okkr að láta þaö álit í ljósi, að hann eigi miklar þakkir skilið fyrir elju þá og alúð, sem hann eins og að undanförnu — þrátt fyrir talsverðan heilsubrest —- hefir sýnt við öll inálefni fé- lagsins á þessu ári. Við leyfum okkr einlæglega að vekja athygli þingsins á bending forsetans um það, að efnilegir uámsmenn verði hvattir til þess, að leita sér menntunar á œðri lúterskum skólum hér í landi; það má vænta þess, að þeir menn verði framvegis til mikils gagns og eflingar kirkjufélagi voru. Málefni þau, sem við ráðum þinginu til að taka til meðferðar, eru þessi: 1. Um úrgöngu séra Magnúsar J. Skaftasens og nokkurra safnaða í Nýja Islandi úr kirkju- félaginu. 2. Skólamálið. 3. Sameiningin og barnablað. 4. Meðul til fjárstyrks söfnuðunum. 5. Bindindismálið. 6. Um styrk handa Runólfi Runólfssyni, í Utah. N. S- þorláksson. Fr. Friðrikbson. Samkvæmt dagskrá var þá tekið til umrœðu máiið um úrgöngu séra Magnúsar Skaftasens og nokkurra safnaða í Nýja Islandi úr kirkjufélaginu. þorvaldr þórarinsson bar meðan á þeim umrœðuin stóð fram fyrirspurn frá Brœðra- söfnuði um það, hvort það hafi ekki verið löglegt, að sá söfnuðr afsagði prestsþjónustu séra Magnúsar. Forseti lagði fram og las upp bréf þau, er honum höfðu send verið frá

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.