Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1894, Side 5

Sameiningin - 01.09.1894, Side 5
—101— elsku eSa hatri frá fólki því, er þeir umgengust. Og allir þeir, sem þann dag í dag lifa í Jesú nafni, reyna nákvæmlega hið sama. Hinn himneski faðir lítr til þeirra, sem leita til hans eftir hlessan, og sér á andlitum þeirra og heyrir á rödd þeirra og les út úr hjartaslögum þeirra, að þeir elska son hans, eru honum líkir og lifa í honum. Og sökum sonarins, sem þeir eru eins og fulltrúar fyrir, tekr hann þá að sér og veitir þeim hina kær- leiksríku hjálp sína til þess að bœta úr öllum þörfum þeirra 0? fullnœgja sérhverri hrá hjartna þeirra. það, sem ávinnr þeim velþóknan guðs, sonar hans vegna, er ekki merki krossins, sem þeir kunna að bera á brjóstinu „í hans nafni“, né heldr orðin „í hans nafni“, er þeir kunna að enda hverja einstaka bœn sína með, heldr er það sönnun sú, sem þeir bera innst í hjarta sínu, fyrir því, að þeir í lífi sínu sé eitt með hinum eldra bróður sínum eins ogguðs börn. Yér verðum að sýna, og elcki að eins segja, að það, sem vér biðjum um, biðjum vér um í Jesú nafni, ef guð á að anza því og taka það til greina. þegar þessu er haldið fiistu, þá sést það skýrt, að fyrirmyndarbœnin, sem Jesús hefir gefið oss tii þess að biðja með, er bœn í nafni höfundarins, enda þótt í henni sé hvcrgi nefnt nafn hans; og eins er það líka auðsætt, að mörg bœn, sem ekki nefnir hann á nafn, getr í sannleika miklu fremr vetið í nafni hans heldr en margar aðrar bœnir, sem hafa það naí'n í sér, en sem ekki eru fram bornar í því nafni. Ef vér viljum biðja um eitthvað í Jesú nafni, þá verðurn vér að hafa vissu fyrir því, að vér þurfum að fá það hans vegna, og að það sé nokkuð það, sem hann inyndi biðja um oss til handa, ef hann í raun og veru stœði í voruin sporum og fiytti fratu bœnir fyrir c>ss. Ef vér á þennan hátt kotnum til föðurs- ins, þá komum vér í nafni, anda og líking sonar hans. Og fað- irinn mun heyra oss og svara bœnum vorum, fyrir þá sök, að vér erum fulltrúar sonar hans, sem er hinn œðsti fulltrúi hans sjálfs. Ilvað gjört var og- hvað’ ekki var gjört á synodus. Prestastefnan íslenzka, sem synodus er kölluð, var í sum- ar haldin í Iteykjavík, um sama leyti og vant er, 4. Júlí. Voru

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.