Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1894, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1894, Blaðsíða 7
103— á samþykkfc synodusav í fyrra um samskot til hinnar fyrirhug- uðu skólastofnunar kirkjufélags vors hér í Vestrheimi. A hin tvö stórmál, sem uppi voru á synodus í fyrra: frum- varp til laga um kirkjur landsins og frumvarp til laga um skipulag og stjórn andlegra mála í hinni íslenzku þjóðkirkju, sýnist á þessari synodus alls ekki hafa verið minnzfc. Bæði frumvörpin komust inn á alþing í fyrra, en hvorugfc fékk þar framgang, og hið síðara var jafnvel alls ekki rœtt. Frá aðal- efni þess var skýrt hér í blaðinu í íréttunum frá synodus í fyrra (Sam. VIII, 6). Hið fyrra frumvarpið fór því meðal annars fram, að myndaðr yrði sameiginlegr kirkjusjóðr fyrir allt land- ið, og hafa á síðast liðnu ári margar raddir víðsvegar að úr landinu komið frarn, bæði frá héraðsfundum og einstökum mönnum, gegn því fyrirkomuiagi. En þeir, sem nú sátu á syn- odus, láta ekkert til sín heyra um það mál. Enn þá merkilegra finnst oss þó það, að hvorki ritsfcjóri KirJejublaðsins né neinn annar skyldi með einu orði á þessari synodus minnast á hið mikla nýmæli, er Kirkjublaðið' einmitt á þessu ári hefir tekið upp og ritað á prógramm sitt, um að losa kirkjuna á íslandi undan landstjórninni. Aðskilnaðr rílcis og kirkju er vitanlega það stórkostlegasta og þýðingarmesta mál sem komið hefir upp í íslenzku kirkjunni frá því hún varð til, að undanskilinni trúarbótinni lútersku á 16. öldinni. Og hvort sem fleiri eða færri kennimenn í kirkju íslands eru enn sem komið er með því nýmæli eða ekki, þá má furðu gegna, að eng- inn þessara synodus-manna skyldi finna hjá sér hvöfc til að hreifa því á fundi þossum og gjöra það þar að almennu umrœðu- efni. Mest furðar oss á því, að ritstjóri Kirkjublaðsins skyldi ekki nofca tœkifœrið til að skýra þetta sifct eigið mál fyrir fund- armönnum og vekja áhuga þeirra á því. Ilann var þó áðr bú- inn að þreifa fyrir sér meðal kennilýðsins í iandinu og fá vissu um það, að málinu myndi af mörgum vel tekið. Haun haföi eigi löngu á undan synodus-fundi þessum í blaði sínu sagt frá áliti 6 prófasta því viðvíkjandi, og sýnt, að þeir allir, að einum und- anteknum (séra þórarni Böðvarssyni), voru honum sammála. Mátti því óliklegt virðast, að ritstjóri Kbl.s myndi standa einn uppi með þetfca nýrnæli sitt á fundinum og þyrfti fyrir þá sök að forðast að bera það þar fram, Við mótmælum hefði auðvit-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.