Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1894, Page 8

Sameiningin - 01.09.1894, Page 8
—104— aS mátt búast, a5 minnsta kosti frá þessum eina prúfasti, sem þegar hafði opinberlega lýst ytir því að hann væri á móti, því vafalaust heíir hann verið á synodus þessari. En oss finnst endilega, að það iiefði í alla staði verið œskilegt, að fá sem allra fyrst, og þá að sjálfsögðu einmitt nú á synodus, greinilega að heyra, hvað þeir hafa til síns máls, sem telja aðskilnað ríkis og kii-k ju hégómamál1 . Yitaskuld er það reyndar, að synodus þessi hefði orðið að sitja nokkrum klukkustundum lengr en hún gjörði, hefði þetta stórmál verið tekið þar fyrir og roett nokkuð til hlítar. En úr því að þessir íslenzku prestar á annað borðeru að hafa fyrir því að koma sainan víðsvegar að í því skyni að roeða um almenn velferðarrnál kirkjunnar, þá sýnist ekki mætti minna en þeir hefði þolinmœði til að sitja á þeim samfundi einn heilan dag, og að minnsta kosti verðr að telja það ómynd, að menn flýti sér burt af almennri kirkjulegri samkomu, sem ber nafnið synodus, áðr en fullar fjórar stundir eru liðnar. í fyrra og hitt hið fyrra, og jafnvel árið þar á undan, sýndist hin íslenzka synodus vera að manna sig upp til að verða eitthvað í líking við tilsvarandi kirkjuþing í öðrum löndum. En í ár hefir aftr þyrmt yfir samkomu þessa og augsýnilega sótt í gamla horfið. í fyrra kom einn synodus-prestrinn með fyrirlestr, og hið sama hafði af öðrum manni (þá veranda forststöðumanni prestaskól- ans) verið gjört árið áðr, en í ár hefir enginn neitt þvílíkt fram að bera. Stórmál þau, er nefnd eru hér að framan, voru uppi á synodus í fyrra, og auk þeirra var líka hreift kristniboðsmálinu, þó að það fengi þá daufar undirtektir. I ár er algjörlega þegj- andi gengið fram hjá því eins og hinum báðum. Árin tvö næstu á undan þessu hefir synodus staðið ytír frá því um miðjan dag og þangað ti 1 um miðnætti, en í ár er allt fundarhaldið búið á tæpum fjórum klukkustundum. í fyrra og hitt hið fyrra var hka í Kirkjublaðvnn getið um, hverjir það voru, sem sátu á synodus, en í ár fær maðr ekki að sjá nöfn synodusmannanna, enda iætr Kirkjublaðið' sér í þetta skifti nœgja, að koma með ágrip Isafoldar af fundargjörðunum. Ekki er þó vert að gleyma því, að þessi síðasta synodus á l) Séia þórarinn hefir nú að vísu í Kirkjublaíiinu að’ nokkru gjört grein fyrir skoiSan sinni á málinu, En fleiri eru sjállsagt á móti en hann, og frá Jeim hefir ekkert heyrzt.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.