Sameiningin - 01.09.1894, Blaðsíða 12
—108—
leg tilfinning“. þetta allra síðasta má til sanns vegar fœra.
Allt hitt er blátt áfram bull.
Hæpið er að kenna eins og á bls. 68., að ósannsögli sé stund-
um ekki annað en sjúkdómr, þó að læknir, sem sagt er sé nafn-
frægr, sé fyrir því borinn. Eða sé eitthvaS satt í því, þá á sá
sannleikr alls ekki heima í svona löguðu riti. Hér átti að eins
aS vera rœtt um siðferðislega ósannsögli; því nær það ekkiheldr
neinni átt að vera að tala um ósannsögli, sem eigi rót sína í of
miklu ímyndunarafii.
Á bls. 90. er sagt, að börn oa: unslinírar ætti helzt aldrei að
heyra frásögur af vondum mönnum. Ef það væri rétt, þá
dygði ekki að hafa í biblíusögum þeim, sem börnum eru ætlað-
ar, neitt um Kain eða Absalon eða Júdas. Hm aðra eins menn
í fornsögum vorum og Mörð Yalgarðsson mætti þá auðvitað
ekki heldr frœða þau neitt.
Á 119. bls. er minnzt á metorðagirndina osr tekið fram, að
hún veki viljann og kappið hjá ungum og gömlum, enda sé
þetta ráð oft notað við börn og unglinga. Engin athugasemd
er við þetta gjörð, heldr þvert á móti gengið út frá því svo sem
nokkru sjálfsögðu: „Fermingarbörnunum er raðað eftir því
hvernig þau eru að sér; skólabörnunum sömuleiSis." Yeit þá
ekki höfundrinn eða þýðandinn, að svona löguð niðrröðun er nú
sem óðast að leggjast niðr, og aS minnsta kosti í sambandi við
íerminguna af flestum dœmd algjörlega óhafandi.
A 98. bls. stendr: „Ef illa fer (nl. fyrir börnunum), er það
foreldrunum hin mesta og bezta huggun, að vita með sjálfum
sér, að þau hafa gjört allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að at-
stýra ógæfunni.“ Skyldi þetta virkilega vera sögulega og sál-
arfrœðislega rétt? Skyldi samvizkusömum foreldium nokkurn
tíma finnast þeir hafl gjört alit, sem í þeirra valdi stóð, til þess
að leiða börnin sín á veg gæfunnar?
Um einstöku óviðkunnanleg orð eSa orðatiltœki, sem fyrir
koma í bókinni, er ekki vert aS tala. Taka má þó fram, að í
svona lagaðri bók er of óvirðulegt að tnla um „stráka og stelp-
ur“ (bls. 31. og víðar). Og þar sem haft er eftir fólki (á bls.
23.), aS það sé á mannfundum að rœða um annað ems og „geld-
ingarstrenginn" í folunum", þá er slíkt alveg óþolanda.
Vér erum dauðhræddir um, að bók, sein úir og grúir af við-