Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1896, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.01.1896, Blaðsíða 4
—164— og skipar hann þeim þá aS standa kyrr og ávarpar þau í skipan sinni mjög eðlilega eins og verandi á stöðum þeim, er hann sá þau uppi yfir á himninum : „(þú) sól í Gíbeon“ (þannig hljóða orðin í frumtextanum), „stattu kyrr, og þú tungl í Ajalons dal“. I þriðja lagi á tímalengd kraftaverks þess, sem hér er um að rœða, betr við þennan skilning á skipari Jósúa heldr en hinn vanalega. þess er getið, að það hafi staðiö yfir „allan daginn" („about a whole day“ stendr í ensku biblíunni). Nú byrjaði bardaginn annaðhvort með dögun eða öllu heldr nokkru áðr, því í frásögunni er komizt svo að orði: „Jósúa kom að þeiin (nefnil. bandamönnum Kanverja) óvörum, því alla nóttina hélt hann ferðinni ál'rarn frá Gilgal“ (Jós. 10, 9). Fyrst kemr svo fyrir mannfall það í lier Kanverja, sem hið óvænta áhlaup óvina þeirra á þá hafði í för með sér, því næst stormrinn, þá skipan Jósúa til sólar og tungls, sem hafði þann árangr, að þau stóðu kyrr „allan daginn“ (eða „nálega heilan dag“ eftir því, sem orðin hljóða í ensku biblíunni), það er að segja: daginn allan að undan teknum þeim stutta tíma, sem liðinn var áðren stormrinn byrjaði. Eftir hinum vanalega skilningi er orðalag frásögunnar mjög tvíx'œtt og vafasamt, því þegar þeim skilningi er haldið, þá hlýtr maðr að sp^^rja: Varð þá dagrinn helmingi lengri en vanalega ? Eða hélzt birtan tólf klukkustundir eftir að Jósúa bar fram skipan sína ? Eðahvað? það er eigi unnt að gefa ncitt ákveðið svar, ef liinum vanalega skilningi er haldið, þar 'sern aftr á móti allt fellr svo eðlilega sem nxest nxá verða, ef ímaðr aðhyílist liinn skilninginn. í fjói’ða lagi eiga orðin sum, sem höfð eru um sólina og tunglið, uiiklu betr við, ef lialdið er skilningi vorum á því, í hverju kraftaverkið hafi veiið fólgið, heldr en eftir því, sem vanalega hefir verið álitið. þrjú orð eru við höfð í frumtextan- um hebreska, sem hér koma til sögunnar. Fyrst oi’ð það, sem biblíu-útlegging vorri er þýtt með „stattu kyrr“. Eins og endrskoðaða biblíuþýðingin enska bendir til er hin upphaflega eða bókstaflega merking þess : „þegi þú“ (be silent), og á slíkt orðalaír miklu betr við dimmuna en birtuna, enda er vert að minnast þess, að ávallt, þegar það er við haft í ritningunni í merkingunni „að standa“ eða „lialda kyrru fyrir“,þá táknar það áframhaldandi kyrrð. en ekki áframhaldandi hreifing,— þar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.