Sameiningin - 01.01.1896, Blaðsíða 13
—173
hinn mikli Assýra-konungr, er seinna var uppi), sá, er setti hi5
fyrsta ríki meðal Sems-niðja á stofn og enn fremr eitthvert hið
frægasta bókasafn í Kaklealandi, ruddi sér með vopnum veg
vestr að Miðjarðarhati. Fjórum sinnumbrauzt hann inn í „land
Amón'ta“. Jafnvel eyjan Kípr virðist hafa lotið konungdœmi
hans. Sonr hans Naram-Sín fór herför til Magan, sem er sama
sem land Midíans-manna á skaga þeim 1 Arabíu norðvestan-
verðri, sem kenndr er við Sínaí-fjall, og hélt hann sömu leið
þangað frá Sýrlandi, sera Kedorlaómer og bandamenn hans fóru.
Munrinn á þeim tveim herförum var að eins sá, að Kedorlaómer
beygði af liér um bil á iniðri leið. Babýlóníumenn þekktu
þannig veg þennan, setn Edómsbúar löngu löngu seinna lokuðu
fyrir ísraelsmönnum, er þeir voru á leiðinni frá Egyptalandi til
Kanaans.
En enn þá meira þessu efni viövíkjanda ltefir verið í ljós
leitt; því á steintöblum frá döguin Babýlontukonungs þess, er
nefndr er Erí-Akú (þjónn mána-guðsins), stendr skráð, að
Kúdúr-Mabúg faðir hans liafi verið „faðir Amóríta-landsins“,
það er að segja: drottnað yfir Amórítum í Kanaanslandi, sem
samkvæmt því, er í biblíunni segir, lieyrði til þjóðfiokkum þeim,
er biðu ósigr fyrir Kedorlaómer.
Kúdúr-Mabúg var af þjóð Elamíta, og merkir orð þetta á
þeirrar þjóðar tungu „þjónn Mabúgs“; en Mabúg var einn af
guðurn Elamíta.
Alveg eins er nú myndað’ nafnið Kedorlaómer, sem er
hebresk útgáfa af nafni þvf, er á tungu Elamíta hefði átt að
vera Kúdúr-Lagamar (þ. e.: þjónn Lagamars). Lagamar var
nefnilega einn af liinum merkustu guSum Elamíta.
Erí-Akú sjálfr var konungr í Larsa. Babýlónia var nefni-
lega ekki eitt ríki á þeirri tíð. Larsa var höfuðstaðr í nokkrum
hluta Babýloníu, Babýlon í öðrum hluta, og að öllum líkindum
var syðsta héraðið, Súmer eða „Sínear“, sérstakt konungsríki.
Aðr en Erí-Akú andaðist varðþó ríkjaskipan þessari kollvarpað.
Khammúrabí, konungi í Babýlon, tókst að vinna sigr á hinum
babýlonsku keppinautum sínum og gjöra Babýloníu að einu
ríki. Erí-Akú konungi í Larsa var steypt frá völdum, þráttfyrir
hjálp þá, sein hann fékk frá Elam, og með því var yíirdrottnan
Elamíta kollvarpað. Upp frá jiessu varð Babýlon miðpunktr
j'ikisias.