Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1896, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.01.1896, Blaðsíða 5
-165- næst er orS það; er þýtt hefir verið með „stðð kyrr“ („þá stóS sól og tungl kyrr“). Hinar ýmsu merkingar, sem þaS orS getr haí’t, cru : „stóS“, „stóS upp“, eða „hélt áli am aS standa". Merk- ing þess á hinum umrœdda staS gæti því verið: „hélt áfram ]ýsandi“ eða „hélt áfram myrkvað“, allt eftirþví, hvernigá stóS í náttúrunni á stöðvum sögunnar áSr en undrið kom fvrir. En minnt skal í þessu sambandi á það, að í spádómsbók Habakuks, 3,11, kemr sama orSið fyrir, og er þar haft, til þess aS tákna, að sól og tungl hafi meðan stóð á ógurlegu þrumuveðri misst birtu sinnar, eða ekki náð aS lýsa. Er það ætlan margra, að spá- maðrinn liafi þar hið umrœdda undr í Jósúabók í huganum. Og um þaS kemr ölluin saman, að hvort sem þar er átt við það sér- staka undr eða ekki, þá sé á þeim stað verið að segja frá því, að sól og tungl hafi myrkvazt eða misst birtu sinnar, en ekki því, að þau hafi haldið áfram að lýsa.— Og enn er þriðja orðið, sem í ensku biblíunni er þýtt með : hasted not to go down. (í íslenzku biblíunni stendr þar: „gekk ekki til viðar“, sem auðvitað er að eins lausa-þýðing, byggð á hinum vanalega skilningi á eðli kraftaverksins). Væri enska þýðingin nákvæm, ætti þar að eins að standa : hasted not to go. það er að segja : Sólin fly'tti sér ekki á fór sinni. Og er þá óákveðið, hvað í þeirri „för“ (sól- arinnar) liggr. því frumorðið getr eftir því, sem á stendr, merkt: „að koma“ eða „halda áfram“ eða „fara burt“ (ganga undir). Sámanhengið verðr að ráða því, hverri merkingunni er haldið. Og vér höfum nú séð, að sú nierkingin, sem lang- bezt á við, er „að halda áfram“. Hvernig sem málið er skoðað, sýnist því hér um bil alveg sjálfsagt, að undr það, sem frá er sagt í 10. kapítula Jósúabókar, hafi ekki, eins og menn hafa vanalega hugsað sér. verið fólgið í því, að birta (frá sólu og tungli) hafi haldið áfram, heldr að dimman hafi hallið áfram. Slík áframhaldandi dimma hefir skiljanlega ekki haft neina breyting á gangi himinhnattanna í för með sér, og ekki heldr hefir náttúrulögmálið að neinu leyti verið upphafið. því orsök sú, sem á er bent í sögunni, þrumu- skýin á himninum, cr fullnœgjandi og sennileg og útheimtir allsendis enga náttúrutrufian.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.