Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1896, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.01.1896, Blaðsíða 9
—169— sömuleiðis gjörir hann greinarmun á „æ“ og „œ“ (og telr það eins rétt og eðlilegt eins og að gjöra í riti greinarmun á i [£] og y [v/J, þó að hvorttveggja sé eins borið fram. Og enn fremr ritar hann ft í staðinn fyrir pt bæði samkvæmt uppruna og framburði. En við prentan hins umrœdda fyrirlestrs hefir allt þetta og fieira í stafsetning vorri ruglazt, svo mjög, að vér höfum fundið nærri því hundrað slíkar misletranir í þeirri ritgjörð. Yér getum ekki stillt oss um að geta um þetta, þó að það í sjálfu sér gjöri ekki mikið til og allr þorri væntanlegra lesenda ritsins veiti því að líkindum litla eða enga eftirtekt. En vér höfum líka rekið oss á fáeinar aðrar prentvillur, sem alla geta hneykslað. þannig stendr á 60. bls, í 2. línu að neðan „I jón að“ í staðinn fyrir „ljómaði“; á 61. bls., 1. línu að ofan, „myrkvafylgsnin" í staðinn fyrir „myrkrafylgsnin“; á 66. bls„ 5. 1. a. n., „lífsskoðanir11 í stað- inn fyrir „lífsskoðanina"; á 74. bls., 4. 1, a. o., „viss“ í staðinn fyrir „óviss" („þó að dauðastund hins einstaka manns sé óviss“). Um innihald þessa „Aldamóta“-heftis er ekki ástreða fyrir oss að segja svo sem neitt, það því slðr, sem „ísafold“ hefir kom- ið með rœkilegan ritdóm því viðvíkjanda(eftir prestaskólakenn- ara séra Jón Helgason), sem endrprentaðr hefir verið hér vestra (í ,.Lngbergi“). þó skulum vér taka fram, að kvæðin, sem séra Valdemar hetír þýtt handa ritinu, eru hvert öðru fegra og ágæt- ara. Ritgjörð séra Steingríms er m jög einkennileg og sannfœr- andi. Tiitdómr séra Friðriks um postilluna nýju hefir það meðal annars til síns ágætis, að hann er allr rökstuddr með orðréttum tilvitnunum úr bókinni. Nauðsynlegt hefði verið að taka það fram íofr-lítilli neðan- málsgrein við kvæðið „Ókunna landið“, þeim lesendum þess ti 1 skilningsauka, sem ekki þekkja svo sem neitt til siigu Kolumb- usar, að hin litla eyja (Guanahani), þar sem hann fyrst kom að landi í Vestrheimi, var af honum nefnd San Salvador, sem merkir: hhrn beilagi frelsari, til þess að minna á, að fundr þeirrar eyjar frelsaði hann frá því óláni, að hverfa aftr heim úr árangrslausri landleit og verða svo öllum til athlœgis, ogtilþess enn fremr að minna á það, að eyjan var af Kolumbusi numin og únofnuð spánsku krúnunni í nafni mannkynsfrelsarans. „Aldamót“ þessi eru hér í Winnipeg til sölu í bókaverzlan hr, Halldórs S. Bardals og sömuleiðis hjá ritstjóra „Sameiningar-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.