Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1896, Page 7

Sameiningin - 01.11.1896, Page 7
—135— kl. 9 til 10 um morguninn, var borgin að mildu leyti lögð £ rústir. Og miili 30 og 40 þúsundir manna fengu hræSilegan dauSa. Einhver fyrsta byggingin, sem hrundi, var hin œgilega höll hins trúarlega rannsúknarréttar. Konungshöllin fór sömu leiS, kirkjurnar, sölubúðirnar, prívathúsin. Og ekki aS gleyma fangelsunum, þar kom nálega allt þaS bókstaflega fram, sem á er minnzt í texta vorum : „gruudvöllr þeirra hristist, og jafn- skjótt opnuSust allar dyr og fjötrarnir duttu af öllum“, sem þar höfðu veriS innilokaSir og beSið höfðu dóms og dauSa. En sá var hinn mikli munr á föngunum, sem losnuðu úr fangelsunum í Lissabon við hið mikla níittúru-undr jarSskjálftans þar, og föngunum, sem samkvæmt sögu texta vors fjötrarnir duttu af í fangelsinu í Filippíborg við hinn yfirnáttúrlega jarðskjálfta, er þar kom fyrir, að hinn fyr nefndi fangalýðr, að svo miklu leyti sem hann kemr til sögunnar eftir aS hann hafði fengið hið óvænta frelsi, fylltist djöfullegri vonzku, sleppti sér óðar en hann var orSinn laus út í rán og önnur verstu hrySjuverk, þar sem aftr á móti fangarnir í texta vorum héldu sér algjörlega rólegum inni í hinu opnaða fangelsi og gjörðu enga minnstu tilraun til aS nota sér hiS óvænta frelsi til persónulegra hags- muna, jafnvel eigi til þess að skjóta sjálfum sér undan hinu borgaralega réttlæti eða ranglæti, sem hafði látiS loka þá þar inni. í hópi þessara síSar nefndu fanga voru tveir menn, sem höfðu í sálum sínum það guðlega afl, er dugði til þess eigi að eins að halda þeim sjálfum kyrrum og rólegum, heldr líka öllum hinum föngunum. það voru þeir Páll postuli og samverkamaðr hann og félagsbróðir Sílas. Og aflið hið guðlega í sálum þeirra, sem þessu kom til leiðar, það var trúin þeirra á hinn krossfesta og upprisna mannkynsfrelsara Jesúm Krist. Fyrir boðskapinn hans höfðu þeir — nýlega komnir austan úr Asíu til Filippí- borgar í Evrópu — fyrst verið grimmilega húðstrýktir og síðan hnepptir í þetta varðhald þar í borginni. 1 hið innsta varSl ald borgarfangelsisins hafði þeim verið kastaS og fœtr þeirrasettir í stokk,—hvorttveggja til þess að sízt væri líklegt, að þeir slyppi út. þeir áttu víst áreiðanlega ekki aS sleppa þaðan út fyr en með dauðanum. Og til enn þá frekari tryggingar því, aS þeir slyppi ekki, var fangelsisverðinum af yfirvöldum borgarinnar, sem rannsóknarlaust og samvizkulaust léturefsa þeim á þennan hHt,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.