Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 3
147— Hér eru jól. þau segja oss svo undarlega sögu. þau segja oss frá konu, sem tlúði inn í fjárhús og ól í myrkrum nætrinnar sveinbarn. Hvílík gleði mun hafa verið í hjarta hennar ! Hve óþreyjufull mun hún hafa beðið eftir deginum! Hve bjartað hefir barizt, þegar fyrstu dagsskímuna lagði inn til hennar, og hún fékk að líta það, sem guð hafði gefið henni! Engin mann- leg orð verða þess nokkurn tíma umkomin að lýsa þeim fögnuði. —En sama gleðin vaknar í hverri mannssál, sem kemr auga á hann, er fœddist á jóluuum. því hann er frelsari heimsins,— frelsari allra mannssálnanna í heiminum. Jesús Kristr, guðs eingetiun sonr, kominn í heiminn, inn í þetta synduga og stynj- anda mannslíf. Og englarnir syngja: Dýrð sé guði! Friðr á jörðu ! Velþóknan guðs yfir mönnunum ! I himninum faðir; í lijarta hans eilífr kærleikr. Og hinn eilífi kærleikr sendir sinn eingetinn son til aðfrelsa,—frelsa hinar stríðandi, skjálfandi, ör- væntandi mannssálir, Frelsari, sem kemr til allra þeirra, er hafa grafið sig í fönn syndarinnar, til að taka þá í faðm sér og bera þá heim til föðursins á hirnni. Hvar ert þú nú, sem fannst helkulda daufans og örvæntingarinnar lcggja inn að hjartaþínu ? Hvar ert þú nú, sem óttaðist, að þú myndir verða úti,—úti í synd þinni, við aðkomu dauðans ? Flýtir þú þér nú til hans, sem foeddist á jólunum, svo hann fái frelsað þig, huggað þig, gefið þér eilífan jólafögnuð í hjarta þitt ? Hér eru börn. Jólin eru barnanna hátíð. Hetírðu sagt barninu þínu frá frelsaranum ? Hvað er barnið þitt ? Að eins fjarlægr mögulegleiki til einhvers á ókomnum tírna. Til ein- lrvers,—þú veizt ekki hvers. það liggr fyrir því annað hvort að frelsast,— kornast heim fyrir kærleik Jesú Krists,—eða þá að verða úti. Hugsaðu þér þann mögulegleik, að eigið litla barnið þitt, sem þú elskar eins og lítíð í brjóstinu á þér, eigi að verða úti. það fer lirollr gegn um þig. Hugsanin er svo óttaleg, að þú hrindir henni frá þér. En ef þú hræðist þá hugsan, ef kær- leikr þinn til barnsins þíns er nokkuð annað en uppgjörðar- kærleikr,—flýttu þér þá með það til frelsarans og kenndu þvi að elska hann. Og bið þú til drottins eins lengi og varir þínar inega bærast, að sá jólafögnuðr verði aldrei t'rá því tekinn. Hér ert þú sjálfr. Hvað ert þú ? Eins og barnið, að eins fjarlægr mögulegleiki til einhvury á ókomnum tíma. Ekkevt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.