Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 7
151— rómversku ofbeldismanna. Hann lcemr til a5 taka manntal, í andlfgum skilningi, til að safna mönnum saman kristilega og trúarlega—öllum mönnum, og hann kemr til að losa þá undan skattskrift heimsins, ánauðaroki synda og lasta. Hann kemr til að boða liinum selcu fyrirgefning, hinum sjúku og vanheilu lækning, hinum þrej'ttu hvfld og umbun, hinum sorgmœddu harmalétti og huggun, hinum aðskildu ástvinum sambúð um alla eilífð, hinum framliðnu upprisu og lif. Yið komu Krists fær heimrinn nýtt útlit. Kærleikrinn, hið helg- asta ati mannshjartans, fær nýja stefnu, er ekki lengr éinungis heimslegr og holdlegr, heldr guði fœddr og eilífr. Mannúðar- kenningar, sem ekki voru áðr til, eru nú íluttar. Mœðrnar varpa ekki framar afkvæmum sfnum fyrir óaiga dýr merkr- innar—eða syndarinnar, heldr helga þau Jesú. Hinum sjúku er hjálpað eftir megni. Hinir aldrhnignu og allslausu eru ekki látnir einir og yfirgefnir. Hinurn t'áfróðu er kennt. Iíinum villuráfandi leiðbeint. Boðskaprinn, sem heyrðist á undan fœðing Jesú var : Hann skal f r e 1 s a. Boðskaprinn, er fylgir honum við fœðinguna, er : „Óttizt ekki, því eg fiyt yðr mikinn fögnuð, sem veitast mun öllu fólki; því í dag er yðr frels- ari fœddr“. Boðskapr hans sjátfs er : „Eg ern kominn til að leita hins týnda og glataða og frelsa það. „Og et'tir hérvist Jesú kenndi Páll frá Tarsus : „það er sannr lærdómr og í alla staði viðtöku maklegr: að Jesús Kristr er kominn i heiminn til að frelsa synduga menn“. Andi hinnar manrdegu löggjafar finnst hér ekki; kröfur hinna eigingjörnu heimsdrottna eru )iér fjarverandi. það er engin skattskrift í þágu sltkra kónunga, er hann flytr. En það er fagnaðarerindi jólanna og Jesú Krists. það er guðlegt evangelíum oss syndugum mönnum. það er boðskapr til hins skelfda og undirokaða mannkyns um að óttast ekki, boðskapr, sem ekki er bundinn við stétt né stöðu, þjóð né ríki, ár né aldir; hann er fyrir allt fólk, alla menn, enn þá miklu almennari en manntalsboð Ágústusar, — algjör- lega undantekningarlaus, Svo þessi jólaboðskápr er þi til allra, til yðár allra. Yðr er frelsari fœddr í allri sorg, synd og neyð lífsins. Óttizt ekkert, fremr en hirðarnir, ef þér hafið Jesúrn. Yðr er frelsari fœddr—í baráttu hjartna yðar við synd og freisting, í heimilis-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.