Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 11
—155— mennafélaga (Luther Leagues) í söfnuSum kirkjufélagsins. þeir tveir af nefndarmönnunum, sem nú eru í Chicago, hafa fengiö ágætt tœkifœri tii þess aS kynnast hinni nýju starfsemi í kirkju vorri hér í Ameríku, sem stendr í sambandi viS þessi bandalög fyrir unga fölkiS, því dagana 17. til 20. Növember var einmitt þar í bœnum haldiS allsherjarþing slíkra bandamanna frá ýmsum lúterskum kirkjudeildum í öilum áttura landsins. Er þaS í annað sinn, að slík allsherjarsamkoma hefir haldin verið. Fyrsta samkoman þeirrar tegundar var haldin í Pitts- burgh í Pennsylvaníu. Samkoman í Chicago var mjög fjöl- menn. Eitt kvöldið ineðan á samkomunni stóð var fundrinn haldinn í hinu svo kallaða „Auditorium", einhverjum mesta samkomusal, sem til er í Ameríku, með sætum fyrir 6,000 manns, og var salr þessi við þetta tœkifœri troSfullr af fólki. I grein einni um þessa Chicago-samkomu hinna lútersku bandamanna, sem dr. Gerberding, einn af kennurunum við prestaskólann í Cbicago, hefir ritað í ’ninu nýja blaði Tlie Lutheran, er tekið fram, að talsvert hafi á samkomunni önd- verSri borið á ólúterskum anda hjá surnum hluttakendum, en sá andi hvarf brátt oa allt leiddist vel út, og er greinarhöf- undrinn yfir höfuð mjög ánœgðr með fundinn og telr banda- lagshreifinguna væntanlega til þess að verða kirkju vorri í heild sinni til hinnar mestu blessunar. Og samhliða þessu ritar hr. Runólfr Marteinsson oss meðal annars í bréfi, sem vér höf- um nýlega fengið frá honum : „Samkoman gekk yfir höfuð ljómandi vel. í byrjan leit út fyrir að hálf-illa ætlaði að fara, og voru ýmsir góðir menn að snúa við henni bakinu. En því lengr sem jnngið stóð yfir kom það betr í ljós, að Luther League stendr á e.igum öðrum grundvelli en lúterskum, eins og hann kemr frarn í Ágsborgarjátningunni, og að forsprakkarnir í þessari hreifing eru gætnir lúterskir öldungar". Væntanlega kemr „Sameiningin“ síðar með nákvæmari tíðindi frá þessu milda bandalagsþingi. * " * Skömmu áSr en séra Jón J. Cleínens fór suðr var séra Jónas A. Sigurðsson lcominn á stað í erindi því. sem síðasta kirkjuþing fól honum á hendr : að safna fé í skólasjóð kirkju- félagsins í hinum ýmsu íslendingabyggðum. Hann fór fyrst

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.