Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 15
■i5á-
þeir dvöldu hér og ávörpuöu báðir aðkomnu prestarnir félagið
og gáf'u því margar upplýsingar þeirn félagsskap viðvíkjandi.
Séra Jón Clemens hélt hóðan til Chicago. Honum varð sam-
ferða til Milvvaukee Miss Jóhanna Iíallgrímsdóttir, sem hefir
ákveðið sig til kvendjáknastöðu (deaconess). Hún dvelr fýrst
um sinn í Milwaukee við hið lúterska Deaconess Motherhouse
og stundar þar nám. Stofnan sú stendr í sambandi við hinn
alþekkta líknar-spítala, er hinn góðfrægi dr. Passavant heitinri
stofnaði fyrir nokkrum árum. Vér Islendingar höfum margt
að læra af trúarbrœðrum vorum meðal annarra þjóða og ekki
hvað sízt hinn kristilega mannkærleik, er reisir hvervetna
líknarstofnanir hrumum, sjúkum og deyjandi mönnum til
hjúkrunar. í þessari líknarstarfsemi eru hinar kristnu „dia-
konissur" hvað fremstar í flokki á seinni tíð meðal prótestanta.
það, að nú býrjar ein ung kona frá söfnuðum vorum á starfi
þessu, sem um gjörvalla kirkjuna er viðrkennt eitthvert hið
lofsverðasta, gefr von um, að vér smásaman lærum að taka þátt
í því, sem telja má göfugasta ávexti kristinnar trúar,—líknar-
verkunum. (Ritað í Nóv.)
B. B. J.
Hvernig einn jólasálmrinn varð til.
Það var á aðfangadagskvöld jóla árið 1535, í Wittenberg á
Þýzkalandi. Marteinn Lúter sat inni í bökaherbergi sínu og var í
öða önn að undirbúa sig með prédikan sína fyrir næsta dag, jóla-
daginn. En frú Katrín, kona hans, hins vegar eigi síðr önnum
kafin við húsverk sín, undirbúninginn á heimilinu til hátíðarinnar.
Hiin sá bókstafiega ekki út yfir það, sem hún hafði að gjöra á því
kvöldi. Og nærri því með öndina í hálsinum og yfir komin af þreytu
skundaði hún inn til manns síns og bað hann í vandræðum sínum
að g'jöra svo vel að koma fram í barnaklefann og sitja hjá drengn-
um þeirra litla, Páli, sem lá þar í vöggu sinni, svo hún gæti haldið
áfram með verk sitt. Tafarlaust varð hann við tilmælum hennar,
hætti að vinna að rœðu sinni, stóð upp með biblíuna í hendinni,
gekk inn þangað, sem ungbarnið hvíldi og settist hjá vöggunni. Og-
er hann sat þar og horfði á hvítvoðunginn litla, hina angrblíðu
ímynd mannlegs veikleika, blunda þar í ró og sœtum svefni, varð
liann svo hrifinn af þeirri sjön, í sambandi við fagnaðarefni hátíðar-
innar, fœðing guðs sonar í heiminn sjmdugu mannkyninu til frelsis
og sáluhjálpar, að hann gat ekki orða bundizt. Og' orðin hans urðu
að ljöðum, inndælum jólaljöðum, einhverjum fegrsta, en jafnframt