Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 10
•154— hafði ekki mikil efni; þó keypti hann smágjaiir handa börn- unum og lítið jólatré. A jólanóttinni kveykti hann svo á trénu og útbýtti börnunum gjöfunum. Svo las hann í nýja testamentinu, og faðir og móðir sögðu börnunum sínum frá Jesú-barninu í jötunni. Og ljósin loguðu skært á trénu, en skærast logaði jólaljós trúarinnar í hjörtunum. Hann var gm-iall maðr, og Ijós augna hans var deprað. Horfið var nú úr lífi hans það, sem honum hafði verið kærast á jörð. Konan hans var dáin og börnin hans farin. Enn var kominn vetr og skammdegismyrkr. En svo komu líka blessuð jólin og Ijósin voru kveykt og börnin sungu. þá var bjart yfir ásjónu öldungsins. þá sá hann himneska ljósið. þá heyrði hann jólalofsöng englanna. þá tók hann á ný frelsarann í fang sér og sagði: „Drottinn, nú lætr þú þjón þinn i friði fara“. Hann dó og sála hans, sem gengið hafði í jólaljósi guðs opinberunar í Jesú Kristi hér á jörðu, býr nú í jólaljósi guðs á himnum. Engin ljós eru eins björt og jólaljósin. Engin stjarna lýsir gegn um dauðann og inn til eilífs lífs nema stjarnan í Betlehem, sem birtist á jólunum. ------>-oC>o-<í----- Tíðindi úr kirkjufélag'inu. Eins og td stóð stundar séra Jón Ciemens, prest.r safnað- anna í Argyle-byggð, Man., áfram haldanda guðfrœðisnám á prestaskó'anum í Chicago i vetr. Hann lagði á stað þangað suðr rétt fyrir miðjan Október, kom snöggvast við í Winnipeg og Minneota á leiðinni, og dvelr væntanlega þar syðra þangað til skólinn hefir lokið vetrarstarfi. sínu í Maí. — Auk hans er annar íslendingr þar á skólanum viö guðfrœðisnim, hr. Runólfr Marteinsson, sem í fyrra var útskrifaðr frá Gustavus Adoiphus College í St. Peter, Minnesota. Síðan hann útskrifaðist þaðan hefir liann lengst af starfað að kenn«lu á alþýðu.-ikólum í Islendinga-byggðinni í Norðr-Dakota. Ásamt þeim séra Júni J. Ciemens og séra Jónasi A. Sigurðssyni er liann í neffidinni, sem kosin var á kirkjuþinginu í suinar til þess að hafa með höndum málið um útbreiðslu lútei’skra bandalaga eða ung-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.