Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.12.1896, Blaðsíða 5
■149— þeirn. þegar guS sendi oss son sinn og lét oss frelsara fœSast, þá kveykti hann ljós í heiminum, svo að yrði bjart í heiminum. Jólaljósin, sem vér kveykjum, minna á jólaljósið', sem guð lcveyJdi; en þau minna enn fremr á jólaljósin, sem guð, meó jólaljósinu sínu þessu, er aö kveykja í hjörtum mannanna. Og hve nær sem oröið um hann, er fœddist fyrstu jólanóttina, kemr til vor, og hvar sem það kemr til vor, vill guð annað hvort kveykja ljós í hjörtum vorum eða glœxa IjósiS í þeim, ef það áðr hefir verið kveykt. Hann vill, að það sé bjart í þeim. Hann vill ekki, að það sé dimmt í hjörtum vorum, Hvað gjörir myrkrið ? Syndin gjörir myrkrið. þegar syndin ræðr í hjartanu, þá er dimmt í því. þar sem syndin ræðr, þar ræðr æfinlega myrkrið. þá drýgir synd; og það verðr diinmt í hjarta þínu. „þiun friðr er á flótta.“ Hvað þá, ef líf þittallter líf í synd ! þú ert óhlýðinn guði. Guðs vilji, allt, sem hann heimtar, er þér með öllu óviðkomanda, finnst þér. Og þd lifir í myrkri, af því þú lifir án guðs. þd ertóhlýðinn, og þd veizt það. En þd afsakar það, breiðir yfir það. Og |rá lifir í myrkri óeinlægninnar, enda hefir þú engan frið við guð. þd ert óhlýðinn og þér þykir fyrir því. En svo reynir þd að bœta úr því með því að leitsst við að vera hlýðinn eftir mœtti. Og þd lifir í myrkri sjálfstrausts, auðmyktarleysisogímyndaðs rétt- lætis. Enda lifir þú án náðar guðs, án hans fyrirgefanda kærleika. Yðr er frelsari f'œddr,—frelsari frá allri synd. það er jólaboðskaprinn. Mannkynið syndum selda hefir eignazt frels- ara. Allir eiga nú kost á að frelsast frá syndinni. Engin sál þarf að örvinglast í fjötrum syndar eða undir byrði hennar. Jólaljósið er frelsisljós. það breiðir birtu yfir synd-unyrkrið og dreifir því. það sendir geislana sína inn í myrkvastofurnar, þar sem mennirnir liggja fjötraðir í synd, til þess að leysa af þeim fjötrana og leiða þá út í dagsbirtuna, svo þeir fái lifað í Ijósinu, en ekki í myrkrinu. Sá, sem með vantrú sinni lokar hjarta sínu fyrir þessu jólaljósi, hann byrgir sjálfan sig inni í myrkrinu ; en þegar maðrinn fyrir trúna í auðmýkt og tilbeiðslu opnar hjarta sitt fyrir Jesú-barninu og gefr því rdm í herberginu hjarta síns, þá er jólaljósið, írelsisljósið, kveykt í hjarta haus.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.