Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1898, Page 12

Sameiningin - 01.04.1898, Page 12
—28— Jón biskup Vídalín segir um sama efni á einum staS í postillu sinni. l>a?S er í prédikaninni á sunnudaginn eftir miðföstu (5. sd. í föstu) út af hinu gamla guðspjalli fyrir þann dag : Jóh. 8, 46—59. En þessi eru orð Vídalíns, sem hér er við átt: „þar voru nokkrir spekingar í fyrndinni, er kölluðust Stóicí. þeir vildu derripa eina tilhneiging með annarri og setja þær svo í iag. En það ev langsamt nokkuð og vinnst aldrei vel; því höfuðin á þeirri Iiyclra, syndum spilltri náttúru,—þau spretta jafnskjótt upp aftr, þó þau sé smámsaman af höggvin. [Ilydra var einn vatnsormr með mörgum höfðum, svo setn skáldin dikta. þó eitt væri af liöggvið, vóx það aftr; en Iíerkúles hjó á hálsinn, svo þau uxu aldrei s'ðan.*] Elskan til guðs er einn andlegr Herkúles, sá er hálsinn á skrímslinu sundr brýtr, svo þau ná ekki svo fljótt að vaxa. Hún setr tilheiging- arnar bezt í lag,—ekki að hún taki þær burt eins og Stóicí vildu gjöra,—heldr þvingar hún þær til að gjöra sína skyldu og temr þær með frjálslegum og inndælum þrældótni. Hún kennir elskunni að elska guð alleina og ekkert annað, reiðinni að vandlæta í guðs stað, öfundinni að keppast sem hæst í Kristí skóla, örvæntingunni að vona einkis góðs af heiminum, von- inni að þo!a og bíða, gleðinni að hafa sína unaðsemd í drottni, hryggðinni að angrast sinna synda vegna, hræðslunni að óttast guð, dirfskunni að óttast ei mennina, sem ekki kunna nema líkamann að deyða.“ Trúarsamtalsfundir. Seint í Marzmánuði voru tveir slfkir fundir haldnir í norðrlduta íslendingabyggðarinnar í Norðr-Dakota, í presta- kalli séra'JónasaijA. Sigurðssonar. Annar þeirra var haldinn í hinni nýju kirkju Pétrssafnaðar föstudaginn 25. Marz, en liinn næsta dag á eftir, laugardaginn 26., í kirkju Hallson-safnaðar, sem lika er nýreist—eins og um er getið í Nóvemberblaði „Sam.“ fyrir síðast liðið ár. Yeðr var ekki sem notalegast um það leyti. það blés kaldr vindnæðingr báða dagana. En engu að síðr voru fundirnir b'iðir býsna vel sóttir, einkum hinn síðar nefndi. A fyrra fundinum voru af prestum kirkjufélagsins auk séra Jónasar viðstaddir: séra Friðrik J. Bergmann, séra *) Neðanmáls grein í postillunni,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.