Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 3
—51 Einn ófyrirgefanlegr ósið’r hjá oss íslendingum er umgangr sá, ráp út og inn, sem margir gjöra sig seka í meðan á guðs- þjónustunni stendr. þetta trufiar hugi þeirra, sem eru að taka þátt í guðsdýrkaninni, og hefir ósegjanlega ill áhrif á þann, sein stýrir athöfninni eða prédikar. Eg held samvizkusömum presti verði ekki gjört annað meir til skapraunar en það að glepja fyrir honum með háreysti eða umgangi meðan hann er að prédika guðs orð það, sem honum liggr á hjarta. Slíkt enda- laust ráp gjörir prestinuin nálega ómögulegt að prédika og áheyrendunum ómögulegt að njóta orðsins. TJmgangr eftir að guðsþjónusta er hyrjuð ætti alls ekki að þolast nema að því leyti, sem hann í einstökum tilfellum getr verið alveg óhjá- kvæmilegr. þeir, sem til kirkjunnar koma eftir að tekið er til, ætti að varast að glepja fyrir nokkrum þá þeir ganga inn. Helzt ætti þeir að ganga inn undir söng eða forspili orgelsins. Meðan stendr á bœnagjörð eða þjónustunni fyrir altarinu ætti enginn að ganga inn, heldr bíða í forkirkjunni þar til breyting vcrðr á í guðsþjónustunni. Enn er eitt, sem lagfœrast ætti hjá oss. það er hluttaka safnaðarins í guðsþjónustunni. Menn eru yfir höfuð mjög tregir til að sýna það í nokkru, að þeir sé með í því, sem fram fer Tökum til dœmis sönginn. það er elcki nema í örfáum kirkjum safnaða vorra, að um nokkurn verulegan safnað'araong sé að rœða. AU-víðast er það þannig, að fáeinir menn standa einhvers- staðar sér og syngja, en allr þorri fólksins að eins liorfir og hlust- ar á. Helmingrinn af söfnuðinum er salmabókarlaus í kirkj- unni. Auðvitað geta ekki allir sungið, en miklu fleiri geta það að einhverju leyti en gjöra. Og öllum ætti þó að vera mögulegt að halda á sálmabókinni og segja í huga sér, ef ekki syngja, orð- in, sem sungin eru. Söngrinn er lofgjörð til drottins og bœn stýluð til guðs,og það er sýnilega ósamboðið bæði guði og söfnuð- inum, að fáir menn að eins framkvæmi það, en allr þorri fólksins korni þar hvergi nærri, það er að sönnu sjálfsagt, að nokkrir þar til hœfir menn myndi sérstakan söngflokk, sem stýrir söngnum. því er stundum haldið fram, að þessir fáu æfðu söngmenn ætti einir að syngja, því þá verði söngrinn fullkomn- astr að íþrótt. En þess ber að gæta, að enda þótt kirkjusöngr- inn eigi að vera sem fegrstr, þá er þó íþróttin ekki áherzlu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.