Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 13
—61—
kom eg einnig, og liggr sú byggð 8 mílum austar en Álfta-
vatns-nýlenda.“
„í þessari ferð hélt eg íjórtán guösþjónustur. þrjár af þeim
voru fyrir vestan Manitoba-vatn, og var fjölmennust þeirra
samkoma sú, sem haldin var í syðra hluta þeirrar byggðar. Á
austrströnd vatnsins voru guðsþjónustur í átta stöðum, og voru
guðsþjónusturnar þar svo margar fyrir þá sök, að svo örðugt er
um samgöngur þar. Land þar er mjög vogskorið af vatninu.
Tangar skerast út í vatniö og vlkr sumar langt inn í land.
Á engum tanganum eru fleiri búendr en þrír.og voru því sjaldn-
ast fleiri en þrjár fjölskyldur, sem gátu komið saman á einum
stað. Sumsstaðar prédikaðí eg yfir einni familíu. í Álftavatns-
nýlendu kom fólk saman úr allri byggðinni í félagshúsinu.
þar hólt eg samkvæmt ósk þess tvær guðsþjónustur, aðra á
fimmtudaginn 26. Maí, en hina á hvítasunnudag. Síðari sam-
koman var hin fjölmennasta í allri ferðinni, og voru þar flestir
byggðarmenn saman komnir. í Grunnavatns-nýlendu hélt eg
guðsþjónustu föstudaginn 27. Maí.“
„íslendingar tóku mér vel hvar sem eg kom og gjörðu sér
mikið far um að hjálpa mér eftir megni, og höfðu þeir stundum
mikið fyrir því að flytja mig langar leiðir án endrgjalds. Mál-
efni kristindómsins virtist mikill meiri hluti manna vera mjög
hlynntr; og nokkra mætti nefna, sem hafa talsverðan áhuga
fyrir því að mynda söfnuði og starfa í sameining við kirkjufé-
lag vort. það yrði of langt hér upp að telja alla þá, er sýndu
mér velvild og velgjörðir. Eg læt mér því nœgja að minnast
með þakklæti allra hinna mörgu, er sýndu það í verkinu, að
þeir vildu styðja að útbreiðslu og viðhaldi kristindómsins.“
Missíónar-ferð fór séra Jónas A. Sigurðsson til íslendinga-
byggðarinnar við Mouse River í Norðr-Dakota skömmu eftir
miðjan Aprílmánuð. þar var myndaðr söfnuðr síðastliðið sum-
ar, Melanktonssöfnuðr, eins og um er getið í „Sam.“ XII, bls. 95,
sem nú sœkir um inngöngu í kirkjufélagið. Séra Jónas kom
þangað vestr 19. Apr. Við opinbera guðsþjónustu, sem haldin
var degi síðar, síðasta vetrardag, fermdi hann 6 ungmenni, og
hafði hr.þorsteinn Jóhannesson í vetr, sem leið,lesið með þeim til
L