Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 15
—63— í Fyrstu lútersku kirkju hér í Winnipeg voru á hvíta- sunnudag fermd 39 ungmenni. Og þann dag voru í þeim söfn- uði nálægt 240 manns til altaris. Sama dag fermdi séra Jón J. Clemens í kirkju Argyle-safnaða 40 ungmenni tilheyrandi þeirri byggð. Altarisgöngur hafa víst eigi lítið aukizt í söfnuðum kirkju- félagsins, sumum að minnsta kosti, nú í seinni tíð. þannig hefir séra Jónas A. Sigurðsson skýrt oss frá, að í sínu presta- kalli hafi þær á þessu síðasta ári verið með lang-fjölmennasta móti; hátt á 4. hundrað þar til altaris í vor, 30—40 pro cent meira en í fyrra. Um fermingar og altarisgöngur í söfnuðum þeim, er séra Björn B. Jónsson þjónar, er getið í Apríl-nr.i „Sam.“ Séra Jónas A. Sigurðsson, skrifari kirkjufélagsins, hefir tekið sér fyrir ferð heim til íslands. Hann lagði á stað frá heimili sínu (við Akrapósthús í Norðr-Dakota) á hvítasunnu- dagskvöld 29. Maí, fór með járnbrautinni frá St. Vincent í norð- vestrhorni Minnesotaríkis suðr til Minneapolis, þaðan til Chica- go og þaðan austr til New York. þar tólc hann sér far austr yfir Atlanzhaf til Liverpool með Cunard-línu-skipinu Lucania laugardaginn 4. þ. m. í Skotlandi ætlaði hann að ná í Thyra, og fara með því skipi austr og norðr um ísland til Skagastrand- ar. því þar í nágrenninu, í Húnavatnssýslu miðri, er ættfólk hans, sem hann fyrst og fremst ætlaði sér að heimsœkja. Hann bjóst við að verða eina fimm mánuði í þessari íslands-ferð. Vér óskum og vonum, að ferðin verði honum ánœgjuleg og að drott- inn leiði hann heilan á hófi hingað aftr vestr til vor. Til burt- ferðar frá íslandi stígr hann að líkindum í skip í Iteykjavík. -----0<>0^í--------- IHustrated Home Journal, sem áðr hefir verið getið í blaði þessu, heldr áfram að koma út í St. Louis, Mo., í sama prýðilega búningnum og frá upphafi. Útgefendrnir eru The Louis Lange Publishing Co. Myndirnar í ritinu eru margar og góðar, og í hverju númeri ein aðal-ritstjórnargrein, ágætlega rituð, um eitthvert mikilsvarðanda mál í sögu nútíðarinnar eða liðinna alda. Sannkristilegr andi ræðr í öllu, sem tímarit þetta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.