Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 12
—60— fyrir ásjónu drottins, munt þu vissulega komast aS raun um, aS þaS hefir mikla þýSing og nytsemi fyrir hiS andlega líf þitt, aS þú heyrir kirkjunni til. Já, einnig þeirri kirkju, sem í mörgu er áfátt eins og kirkjunni þinni. Látum oss ekki þrátt fyrir alla gallana fella þungan áfellisdóm yfir húsinu hennar móður okkar. AS sönnu ber húsið ljós merki vanhirðingar og áfalla. þakið hefir svignað, veggirnir hallast, múrinn er rifinn. þó getr það veriS vilji drottins, að húsið sé enn þá notaS um stund. Og þess vegna skulum vér friða um það, ekki fyrirlíta það, meðan drottinn lætr oss finna hlé og hœli un dir þaki þess. þaS hefir líka pýðing fyrir komandi tíma. Hr. stud. theol. Runóifr Marteinsson frá prestaskólanum lúterska í Chicago hefir verið ráðinn í þjónustu kirkjufélags vors til missíónarstarfs um sumarmánuðina. 1 þeim erindum kom hann hingað norðr til Winnipeg í byrjan Maímánaðar og lagöi svo nálega undir eins á stað til prestlausu byggðanna út frá Manituba-vatni. Hann kom aftr úr þeirri ferð um mánaða- mótin síðustu. Fám dögum síöar fór hann í sömu erindum til íslendingabyggðarinnar við Roseau River í Minnesota-ríki norSvestanverðu. Seinna býst hann við að bregða sér snöggv- ast aftr norðr til Grunnavatns, en það getr þó ekki orðið fyrr en eftir kirkjuþing. Um ferð hans til byggðanna við Manitoba- vatn höfum vér fengið frá honum skýrslu þá, er hér fer á eftir: „Eg var 3 vikur og 5 daga á ferð minni um íslendinga- byggðirnar viS Manitobavatn og nærliggjandi svæði. Fyrst fór eg um bygðina á vestrströnd vatnsins, þannig, að eg byrjaöi syðst og fór svo norðr á enda byggðarinnar, og er þaS all-langt svæði, víða nokkuS strjálbyggt. Indíana „Reserve" (eða sér- lenda) sker þessa byggð sundr í tvo parta. Ur þessari byggS sigldi eg noröaustr yfir vatn'fór svo norðr á enda byggöarinnar þeim megin vatns, norðr fyrir „Narrows“, og svo suðr á syðsta tanga, sem íslendingar byggja aS austanverSu Manitobayatni. þaðan var eg keyrðr um 40 mílur suðr í hina svo kölluðu Álfta- vatns-nýlendu, kom þar á hátíöardag Canada-manna, fœðingar- dag drottningarinnar, og hitti þar byggðarmenn samankomna á skemmtisamkomu í félagshúsi sínu. í Grunnavatns-nýlendu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.