Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 4
—52— atriðiö. Menn fara ekki í kirkju aSallega til að dást að íþrótt- inni hvorki í söng eða rœSu, heldr til aS dýrka drottin og heyra hiS einfalda orS hans prédikaS. þaS er annars víSa í kirkjum hér í landi og víSar, aS „söngtíokkarnir' líkjast mest leigSum íþróttarmönnum. LéttúSin og kæringarleysiS skín út úr þeim cins og gjörist í leikhúsum. þennan „ósiS“ hérlendra manna eigum vér aS varast eins og vér eigum aS Jæra af þeim hina mörgu góSu siSi. sem þeir hafa umfram oss. Sannleikrinn er, aS þeir, sem hafa þá köllun fengiS öSrum fremr, aS frambera drottni bœnir, þakklæti og lofgjörS í ’neJgum sálmasöng, hafa JilotiS heilaga köllun. Til þess ætti aS vera valdir aS eins sanntrúaðir og lieithjartaSir menn, menn, sem leggja allan hita hjarta síns í sönginn og láta tóna sína stíga upp úr djúpi náSar- þyrstra sálna sinna. þá fyrst geta þeir knúS fram samskonar tilfinningar úr hjörtum annarra og greitt bœnarandvörpum syndugra manna leiS upp aS náSarstól drottins. TregSan hjá söfnuSunum til aS taka þátt í guSsþjónustu- athöfnunum kemr einnig einatt í ljós í sambandi við bœnirnar, sem fluttar eru í kirkjunni. þaS ætti þó að vera öllum, sem annars trúa, unnt aS sýna hluttöku í boinagjörSinni, því til þess útheimtist alls engin íþrótt. En þaS sýnist valta fyrir svo ótal mörgum, aS í kirkjunni sé þeir að eins sem áheyrendr og áhorfendr. þá er þó kristileg guðsþjónusta fyrst eðli sínu samlcvæm, þegar allir biSja þar með einum anda og einum munni. Og hin ytri hegSan fólksins er engan veginn þýðingar- laus í sambandi viS tilbeiðslu hjartans. þegar allir sitja hnakkakertir í sæturn sínum og glápa á prestinn, sem er aS bera fram bœnirnar á stólnum eða fyrir altarinu, eins og þar sé um athöfn aS rœða, sem þeim aS eins komi viS að því leyti, að þeir taki eftir og horfi á, þá verðr sú bœnagjörS oftast að litlum eða engum notum fyrir söfnuSinn, naumast annaS en tómt form, dauð seremonía. Allr söfnuð'rinn á að sýna þaS, að hann sé aS biSja, hver maðr aS beygja sitt höfuS meS heilagri lotning. þá skal það sannast, aS hinn innri bœnarandi fær margfalt lietr notiS s'n og fleiri og fleiri bœnarstef fara að stíga upp frá hjörtunum. þegar prestrinn, sem er að bera bœnirnar fram fyrir hönd safnaSarins, finnr, að hann er einn í því verki, aS hugir fólksins fylgja honum ekki upp bœnarstigann, þá er eins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.