Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 6
—54— hins látna. Aðstandendrnir hafa hinn mesta viSbúnaS, draga að sér vistir, og meðan lík hins látna ástvinar er aS stirSna á börunum er fólkiS, sem annars er fullt af sorg og söknuSi, aS stríSa viS brauSgjörS og annan matartilbúning. Svo þegar stundin kemr, aS sorgarathöfnin skuli fram fara, er byrjaS meS því aS fólkiS, sem komiS er aS úr öllum áttum, er sett viS veizluborS; og þessi athöfn, sem annars ætti aS vera alvariegust, rólegust og hátíSlegust allra athafna, gengr fyrst og fremst út á holdlega nautn. Yeitingarnar standa stunduin yfir fleiri klukkustundir, því ekki er hætt fyrr en allir, sem komnir eru til aS vera viS útförina, hafa fengiS „góS- gjörSir“. þetta heitir aS gjöra „heiSarlega útför“ hins látna. MeSan á þessu matarstappi stendr eru menn aS rœSa um hitt og þetta. þeir, sem fyrst komust aS matarborðinu, eru aS ganga aftr og frarn úti fyrir eða koma sér einhvern veginn fyrir inni í þrengslunum. ÁSr en búiS er aS sjá öllum fyrir veiting- um er mönnum fariS aS dauðleiSast, og oft er þá komiS í ótíma meS athöfnina sjálfa. Geta má nærri, hve eðlileg og sorginni samkvæm hún þá verðr. þessi ljóti ósiSr, sem eg svo kalla matarstapp þetta viS jarSarfarir, er vafalaust aS sumu leyti leifar gamals heiðindóms og á rót sína aS rekja til erfidrykkjanna gömlu. Önnur orsök þessa vana kann aS vera sú, aS fyrr á tíðum, þegar fátœktin var mest á íslandi, var fjöldi fólks beinlínis matarþurfandi, og var þá útför dáinna manna heiðruð meS því að gjöra fátœkum aumingjum gott viS jarðarförina. En sem betr fer erum vér ekki lengr heiSnir menn, né svo bágstaddir, aS vér ekki eigum mat heima til aS seðja hungr vort; og ætti því þessi hálfheiðni siðr og leifar hins íslenzka vesaldóms sem fyrst aS leggjast niSr. þær stundir, þá vér berum elskaða ástvini burt af heimilum voruin út til grafarinnar, eru sorgar- og tára-stundir. þá er miklu meiri ástœða til að fasta heldr en til aS lifa í holdlegum listisemdum til matar og drykkjar. A þeim stundum ætti hugir allra aS dragast burt frá hinu holdlega og tímanlega og hvarfla til hins andlega og eilífa. þegar gröfin lykst yfir dáið hold vina vorra, stöndum vér við landamæri eilífðarinnar og horfum á eftir þeim til himins. Hina látnu heiðrum vér bezt meS hátíSlegri og heilagri þögn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.