Sameiningin - 01.06.1898, Blaðsíða 11
-59-
án tillits til hinnar kirkjulegu játningar. MiJrg af biirnum
þessarar andans stefnu virðast ekki vera knúð af djúpri þörf
hjartans, heldr einungis -af andlegri forvitni og löngun eftir að
heyra hljóm uýrra radda klingja. En ýms þeirra geta líka
verið leidd af sannari og dj'pri hvötum og verið knúð af ein-
lægri þrá og andlegu hungri, En samt sem áðr getum vér ekki
hrósað breytni þeirra. Menn þessir ganga frá borðum á eigin
heimili sínu til þess að eta í húsum vandalausra.
það er óþarfi að gjöra hér nákvæma grein fyrir hvötunum,
sem þessir menn hafa fyrir breytni sinni. En það mun ekki
verða borið á móti því, að þessi andans stefna, sem á marga
áhangendr meðal vor, er hvorki í samrœmi við hina postullegu
áminning um að yíirgefa ekki sinn eigin söfnuð, né heldr er
hún sönn d<íttir hinnar evangelisku lútersku kirkju vorrar.
Allar þessar ýmsu andans stefnur, sem vér höfum nú bent
á, hjálpast að því að veikja lífsafl eigin kirkjufélags síns.
En með því eyðileggja þær enn meir þýðing kirkjunnar og
gagn fyrir sjálfar sig, það er því ekki að furða, þótt þær tali
moð niðrun og lítilsvirðing um kirkjuna sína og telji sér það
opinberlega nærri því til hróss, að þær hafi aldrei orðið varar
við nytsemi þess að heyra henni til.
Ef oss langar til að foera oss sem bezt í nyt sambandið við
eigin kirkju vora, verðum vér með aðstoð guðs anda að láta
henni í té meira traust, meira þakklæti, meiri viðrkenning,
meiri kærleika. Vér verðum að fara að standa henni nær
Látum hina kristilegu og lcirkjulegu félagshugmynd fá meiri
þroska hjá oss! Efl þú saínaðarmeðvitundina hjá sjálfum
þér og efl þú hana hjá öðrum! Hjálpa þú til þess eftir mætti
og kringumstœðum að reisa á fœtr aftr safnaðar-agann, sem nú
er fallinn í gleymsku hjá oss. Hver einstaklingr kirkju vorrar
getr einhverju til leiðar komið, þótt margir sé nú erviðleikarnir.
Ilorf þú ekki með svo hvössum augum á galla og bresti kirkju
vorrar. En gef þú heldr gaum að því, hvernig andi guðs er
starfandi meðal vor í borg og bœ innan kirkju vorrar. Hagnýt
þér útbýting náðarmeðalanna í kirkjunni þinni. Tak þú sem
innilegastan þátt í safnaðarguðsþjónustunni. Tak þú líka þátt
í líknarstarfseminni, sem á sér stað innan kirkjunnar,
Ef þú gjörir þetta af einlægum vilja og eins og frammi
L