Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 3
i63 haföi byrjað á útgáfu mánaöarritsins , ,Fríkirkjunnar“. Bein- línis átti hann—eftir ]?ví, sem vér vitum bezt—allsendis engan þátt í fríkirkjuhreyfingunni í Reykjavík, en líklegt er þó, að framkoma hans, svo alvörugefins gáfumanns og eindregins andstœðings þjóðkirkju-fyrirkomulagsins, bæði í rœðu og riti, hafi óbeinlínis haft áhrif á Reykvíkinga þessa, sem hinn nýja söfnuð hafa myndað. Og lítt er hugsanlegt, að þeir hefði undið svo bráðan bug að safnaðarmyndaninni, ef séra Lárus hefði ekki verið þar á staðnum. Fyrstu opinberu guðsþjónustu sína hélt fríkirkjusöfnuðr- inn í Good Templara-húsinu þar í bœnum 3. Desember, fyrsta sunnudag í aðventu. Safnaðarmenn ætla mjög bráð- lega að koma sér upp kirkju. Ef fríkirkjumenn fara vel með mál sín, sem allir kristin- dómsvinir au^vitað hljóta að óska, þá má óhætt segja það fyrir, að fyrirtœki þeirra verðr til góðs, — ekki að eins þeim sjálfum, heldr líka landi og lýð yfir höfuð til blessunar. Ver heyrðum í haust dómkirkjuprestinn í Reykjavík, séra Jóhann þorkels- son prófast, greindan mann og góðan, hiklaust halda því fram, að hann vonaði góðs af fríkirkjusöfnuði þar í bœnum, ef hann myndaðist, — nýrrar lífsglœðingar í dómkirkjusöfnuðinum og kirkjulegrar samkeppni. Og þá sömu von hafa vafalaust margir fleiri kristilega hugsandi menn á Islandi. — En ef, mót von, svo skyldi fara, að fríkirkjuhreyfing þessi leiddist ó- hamingjusamlega út, yrði að eins til þess að hrinda þessu fólki út úr þjóðkirkjunni, þá má þjóðkirkjan vissulega sjálfri sér um það ólán kenna. það hefði fyrir löngu átt að vera búið að skifta Reykjavíkr-prestakalli sundr í tvær eða fleiri kirkjusóknir. Verk það, sem ætlað hefir verið einum presti í Reykjavík og á svæðinu þar í kring, er óhœfilega mikið. Hin svo kölluðu aukaverk — skírnir, hjónavígslur og greftranir — eru þar svo rnörg — eftir því, sein séra Jóhann frœddi oss um í sumar, og eins og líka hlýtr að vera eftir fólksfjölda í Reykja- víkr-sókn,-—að það kemr til jafnaðar eitt slíkt verk eða velþað á hvern einasta dag í árinu. Að hlaða öllum þessum auka- verkum á einn mann f ofanálag á prédikunarstarf hans, barna- uppfrœðing og allt annað, sem að sjálfsögðu heyrir prestsem-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.