Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1900, Page 4

Sameiningin - 01.01.1900, Page 4
164 bættinu til, þaö er fáránlegasta óvit. Reykvíkingar ætti sann- arlega að vera ]?ess umkomnir, að halda eina þrj á presta og launa þeim sómasamlega. En því fer svo fjarri, að nokkuð þvílíkt hafi þótt í mál takanda að undanförnu, að hinn fjöl- rnenni söfnuðr dómkirkjunnar hefir jafnvel ekki séð sér fœrt að hressa við hina auðvirðilegu og eyðilögðu girðing utan um grafreitinn sinn,eða ekki viljað leggja í þann lítilfjörlega kostn- að af því að sú umbótarskylda heyrði landinu í heild sinni til, en ekki þeim sérstaka söfnuði. þar sem svona er hugsunar- háttrinn kirkjulegi orðinn, þar þarf vissulega einhver bylting að verða, svo menn neyðist til að hugsa öðruvísi. Og nú er slík bylting komin fram. Ef fríkirkjusöfnuðrinni nýi deyr ekki mjög bráðlega, sem vonanda og óskanda er að ekki verði, þá má þó vafalaust búast við því, að líf hans veki svo mikið kapp hjá þjóðkirkjusöfnuðinum í Reykjavík til framkvæmda, að hann að minnsta kosti fari nú upp á eigin býti að hirða kirkju- garðinn sinn sœmilega. Frá kirkjuj>ingi „General Councils“. Eftir séra N. Stgr. Þorláiísson. Eg býst við, að fólk, sem kaus mig til þess að flytja þingi Gcneral Councils bróðurkveðju kirkjufélagsins, eigi von á, að eg láti eitthvað til mín heyra. Eg verð því nauðugr viljugr að láta það eitthvað heita. Að vísu er mér það engin nauð- ung, nema vegna þess, að eg er svo pennalatr; því mér var sönn ánœgja að því að sitja á þinginu. Mér hló hugr f hvert skifti, sem eg í sumar hugsaði til þingsins, enda varð eg ekki fyrir neinurn vonbrigðum. Hið eina, sem var mér ógleði-efni í sambandi við þessa kosning mína bæði á þessu þingi og á undan því, var hugsanin urn það, hve illa eg væri kjörinn allra hluta vegna til þess að halda uppi heiðri kirkjufélagsins senr fulltrúi þess. Eg þóttist vita, að í sambandi við mig sem fulltrúa rnyndi menn á þinginu gjöra sér einhverjar hugmynd- ir, annaðhvort illar eða góðar, urn kirkjufélagið og oss Islend- inga. En mér er annt um, að aðrar þjóðir hafi góðar hug- myndij: um oss. |.)ar sem svona stóð á, var mér því stór

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.