Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1900, Síða 5

Sameiningin - 01.01.1900, Síða 5
I6S hugnun aö því, er mér tókst aö fá séra Björn B. Jónsson frá Minneota, er kosinn var varamaör minn, til þess aö slást í förina með mér. Eg þóttist sjá í hendi minni, að þá myndi fulltrúamennskunni borgið, að minnsta kosti að því, er öll ,,frumstryk“ hennar snerti. Eg lagði á stað að heiman frá Park River hinn 25. Sept- ember, til þess að geta verið kominn á þingið í byrjan þess og verið við þingsetningar-guðsþjónustuna; því hinn 28. um morguninn átti að setja þingið. Af ferðinni til Chicago segi eg ekki neitt, af því mér líðr vanalega fremr illa á járnbrautarvögnum og hugsanirnar leggjast þá ekki djúpt. —]>ær gjöra það nú annars ekki endra- nær. — Eg skal þó geta þess, að í Minneapolis þær tvær klukkustundir, sem eg stóð við þar, hafði eg tal af Ellestad presti, þáveranda formanni innri-missíónar-starfsemi Samein- uðu kirkjunnar norsku. Var hann búinn að skrifa mér áðr bréf með fyrirspurn um, hvort eg myndi fáanlegr til þess að taka köllun frá missíónar-nefnd Sameinuðu kirkjunnar, til þess að takast prestsþjónustu á hendr úti í Washington-eyjunni í Michigan-vatni. En þar er nokkur hópr af Islendingum ; svo ef eg hefði fengið það tilboð ári fyrr, þá hefði eg sjálfsagt tekið því. Af því eg var samferða tveimr námspiltum íslenzkum frá N.-Dak., Pétri, syni Eiríks H. Bergmanns á Garðar, og Jó- hannesi, syni Sigrgeirs Björnssonar að Eyford, er voru á leið til St. Peter, Minn., á Gustavus Adolphus skólann, þá fór eg með þeim þangað. Mig langaði til að sjá skólann, einkum vegna þess að íslenzkir nemendr hafa sótt hann og sœkja, og þeim er stöðugt að fjölga. í vetr var búizt við, að þeir yrði um 13.—Eins og flestum mun vera kunnugt, þá tilheyrir hann Augustana-sýnódunni, kirkjufélaginu sœnska, sem stœrst er allra kirkjufélaganna í General Couneil. Skólinn er því General Council-skóli. Að svo margir íslenzkir nern- endr sœkja menntastofnanir General Councils hlýtr að hafa það í för með sér, að hugr vor fxrist nær því kirkjufélagi. Mér leizt vel á skólann. Hann er líka á fallegum stað, á hárri hæð fyrir utan bœinn St. Peter. þaðan er gott útsýni.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.