Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1900, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.01.1900, Qupperneq 6
166 Brekkan upp a5 skólanum er brött og ervið. Minnir hún nemendrna stööugt á, að námsleiðin liggr upp brekku og að enginn kemst hana, sem ekki nennir að leggja neitt á sig eða hafa fyrir því að komast hana. En einnig á það, að nemand- inn á sífellt að vera að keppa upp á við, æ hærra og hærra, menntalega og menningarlega, svo sjóndeildarhringr hans stœkki. Skólinn ber það með sér, að hugsað er um, að láta honum fara fram og láta hann eftir föngum fylgja med tím- anum, svo að hann geti keppt við aðrar samskonar mennta- stofnanir. — Ef vér ættum á skólanum góðan íslenzkan kenn- ara, til þess að kenna íslenzkum nemendum sögu og bók- menntir Islands, myndi vafalaust talsvert fleiri íslenzk ung- menni sœkja þangað. Gæti það orðið ómetanlegr hagr fyrir oss. Og ekki ólíklegt, að með því móti væri skólamáli voru bezt borgið svona í byrjun. A járnbrautarstöðvunum í St. Peter hittumst við séra Björn. Urðum við svo samferða og saman á þingið og á því. Báðir fundum við svo undr vel til þess, að það er miklu betra að vera tveir en einn. Við fórum til norskra hjóna í söfnuði dr. H. W. Roths, prestsins, sem þjónaði kirkjunni, þar sem kirkjuþingið var haldið, og héldum til hjá þeim nær því allan tímann, sem við dvöldum í Chicago. Hafði dr. Roth útvegað okkr þennan stað. Hér fór Ijómandi vel um okkr. þau hjón höfðu áðr tilheyrt norsk-lúterskum söfnuði, en geng- ið inn í þennan ensk-lúterska söfnuð dóttur sinnar vegna, sem lítið kunni í norsku, eins og vill verða með unglinga í bœjun- um. þau gleyma móðurmálinu sínu og verða al-ensk. Morguninn hinn 28. var þetta 27. tveggja ára þing Gen- eral Conncils sett. það er sem sé vanalega haldið annað hvert ár. þrjátíu ár voru liðin frá því félagið hélt þing sitt í Chicago í fyrsta skifti. Nokkrir, sem nú sátu á þingi, höfðu setið á því þingi, á meðal þeirra prestöldungrinn og skörungr- inn dr. J. A. Seiss. Að koma til Chicago þá og nú og hugsa um kirkjulega og mannfélagslega ástandið þar þá og nú — hvílíkr munr, hvílík umskifti, ekki að eins hamskifti, heldr um- skifti hið ytra og innra að svo mörgu leyti ! Eldrinn hafði lagt borgina í ösku, og úr öskunni hafði hún risið aftr eins og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.