Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1900, Síða 9

Sameiningin - 01.01.1900, Síða 9
i6g hefir þaö heyrzt hjá oss, a5 þetta ætti sér staö í Gcneral Council, einkum aö því, er til Svíanna kemr, og jafnvel líka pjóöverja. Á milli manns og konu í hjónabandinu, hinum minnsta félagsskap, er t. a. m. ekki æfinlega allt skellt og fellt, þótt samkomulagið sé í bezta lagi. það væri heldr ekki eðlilegt. Eg verð að játa, aö á þingi þessu varð eg ekki var við neinn urg í Svíum við General Council, heldr fannst mér lýsa sér í öllu hið bezta samkomulag og einlæg viðleitni á því að vinna saman, þótt eg vitanlega tœki eftir því, að General Conncil er ekki algjört að þessu leyti fremr en vér og þarf að læra eins og vér — lœra að satneina krafta sína og vinna saman. það lýsti sér líka á þessu þingi stök tilhliðrunarsemi og nærgætni, engin tilhneiging til þess að beita ofrkappi eða einrœnu flokksfylgi við neinn. Gætum vér þar lært mikið og myndum ekki hafa illt af. Á þinginu sannfœrðist eg betr um það, að mennirnir í General Council, sem djúphyggnastir eru og vitmestir, eru naumast neinir kirkjulegir einstrengingar. Hér er ríkjandi ákveðin kirkjuleg grundvallarstefna ; en um leið er það skilið og þess gætt, að allir eru ekki kirkjulega fremr en trúarlega jafnt þroskaðir, og að menn þurfa sinn tíma, til þess að ná þroskanum; að þeim verðr því ekki komið við alls staðar í einu — meginreglunum kirlqulegu, sem viðr- kenndar eru. Eg fæ ekki betr séð en að kirkjuleg tilhliðrun- arsemi og nærgætni einmitt í þessa átt einkenni Gcncral Council fram yfir önnur lútersk kirkjufélög hér í landi, án þess það standi í sambandi við nokkurt trúarjátningarlegt los eða stefnureikun eða stefnuleysi. því fer mjög fjarri. General Council-menn eru ekki síðr fastir í rásinni, að því er lúterska trúarjátning og lútersk-kirkjulega grundvallarstefnu snertir, en þeir menn, sem fastastir teljast. Og höfum vér, íslenzkir kirkjumenn, mikið að læra af þeim í þessu efni, og myndum ekki hafa mein af, þótt vér gjörðum það. Á morgunfundi annars dags var mér, sem fraternal dcle- gate kirkjufélagsins íslenzka, leyft að ávarpa þingið, og flutti eg því þá bróðurkveðju kirkjufélagsins. þeirri kveðju var tekið bróðurlega, eins og líka við séra Björn, er sömuleiðis

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.